Boðorð borgarstjórans Atli Steinn Guðmundsson skrifar 9. maí 2008 13:18 SAMSETT MYND/Sylvía Í devteronomion, sem er grísk-latneskt heiti fimmtu Mósebókar, er að finna frásögn af því þegar guð steig niður af himnum í eldstólpa og opinberaðist Móse á Sínaífjalli. Devteronomion merkir annað lögmál. Móse hjó lögmálið á tvær steintöflur og hafa kristin trú og gyðingdómur grundvallast á þeim töflum æ síðan. Þjóðfélagið hefur vart farið varhluta af því að annað lögmál virðist gilda þessa dagana í Ráðhúsi Reykjavíkur en á öðrum stöðum. Allt annað lögmál. Boðorð biblíunnar voru samningur guðs og þjóðar hans. Vísir birtir hér úttekt á einhliða samningi Ólafs F. Magnússonar við borgríki sitt og birtir undir heitinu... Boðorð borgarstjórans 1) Jakob Frímann er vinur þinn. Þú skalt ekki aðra vini hafa 2) Þú skalt ekki leggja nafn borgarstjóra við hégóma (né nokkra góma) 3) Halda skaltu hvíldardaginn heilagan (og gefa okkur vinnufrið til að sinna mikilvægum málefnum sem bíða úrlausnar) 4) Heiðra skaltu Ólaf þinn og Jakob 5) Þú skalt ekki starf auglýsa 6) Þú skalt ekki segja orð 7) Þú skalt ekki kjósa (enda breytir það engu þar sem 6.527 atkvæði duga fyrir stólnum) 8) Þú skalt ekki bera ljúgvitni gegn borgarstjóra þínum 9) Þú skalt ekki girnast Ráðhús borgarstjóra þíns 10) Heiðarleika borgarstjóra í þessum efnum sem og öðrum skal ekki draga í efa Síðasta og tíunda boðorðið er í boði skrifstofu borgarstjóra. Í fyrstu Mósebók (32:24) er að finna frásögn af því þegar Jakob glímdi við engilinn og hafði sigur. Ekki er getið um hvort þar hafi verið um Jakob Frímann að ræða eða hver engillinn var í raun en heimildir Vísis herma að hann hafi verið á vegum borgarinnar. Jakob og engillinn glímdu náttlangt og fóru leikar svo að engillinn laust Jakob á mjöðm svo hann gekk úr augnakörlunum. Jakob tók engilinn þá föstum tökum og hélt honum. Segir svo í Mósebók: „Þá mælti hinn: „Slepptu mér, því að nú rennur upp dagsbrún." En hann svaraði: „Ég sleppi þér ekki, nema þú blessir mig." Þá sagði hann við hann: „Hvað heitir þú?" Hann svaraði: „Jakob."." Var hann þá ráðinn framkvæmdastjóri miðborgarmála. Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Fleiri fréttir Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sjá meira
Í devteronomion, sem er grísk-latneskt heiti fimmtu Mósebókar, er að finna frásögn af því þegar guð steig niður af himnum í eldstólpa og opinberaðist Móse á Sínaífjalli. Devteronomion merkir annað lögmál. Móse hjó lögmálið á tvær steintöflur og hafa kristin trú og gyðingdómur grundvallast á þeim töflum æ síðan. Þjóðfélagið hefur vart farið varhluta af því að annað lögmál virðist gilda þessa dagana í Ráðhúsi Reykjavíkur en á öðrum stöðum. Allt annað lögmál. Boðorð biblíunnar voru samningur guðs og þjóðar hans. Vísir birtir hér úttekt á einhliða samningi Ólafs F. Magnússonar við borgríki sitt og birtir undir heitinu... Boðorð borgarstjórans 1) Jakob Frímann er vinur þinn. Þú skalt ekki aðra vini hafa 2) Þú skalt ekki leggja nafn borgarstjóra við hégóma (né nokkra góma) 3) Halda skaltu hvíldardaginn heilagan (og gefa okkur vinnufrið til að sinna mikilvægum málefnum sem bíða úrlausnar) 4) Heiðra skaltu Ólaf þinn og Jakob 5) Þú skalt ekki starf auglýsa 6) Þú skalt ekki segja orð 7) Þú skalt ekki kjósa (enda breytir það engu þar sem 6.527 atkvæði duga fyrir stólnum) 8) Þú skalt ekki bera ljúgvitni gegn borgarstjóra þínum 9) Þú skalt ekki girnast Ráðhús borgarstjóra þíns 10) Heiðarleika borgarstjóra í þessum efnum sem og öðrum skal ekki draga í efa Síðasta og tíunda boðorðið er í boði skrifstofu borgarstjóra. Í fyrstu Mósebók (32:24) er að finna frásögn af því þegar Jakob glímdi við engilinn og hafði sigur. Ekki er getið um hvort þar hafi verið um Jakob Frímann að ræða eða hver engillinn var í raun en heimildir Vísis herma að hann hafi verið á vegum borgarinnar. Jakob og engillinn glímdu náttlangt og fóru leikar svo að engillinn laust Jakob á mjöðm svo hann gekk úr augnakörlunum. Jakob tók engilinn þá föstum tökum og hélt honum. Segir svo í Mósebók: „Þá mælti hinn: „Slepptu mér, því að nú rennur upp dagsbrún." En hann svaraði: „Ég sleppi þér ekki, nema þú blessir mig." Þá sagði hann við hann: „Hvað heitir þú?" Hann svaraði: „Jakob."." Var hann þá ráðinn framkvæmdastjóri miðborgarmála.
Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Fleiri fréttir Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sjá meira