Grænlendingar veiða bandaríska fjárfesta Óli Kristján Ármannsson skrifar 14. maí 2008 04:45 Hlýnun jarðar felur í sér möguleika til aukinnar jarðvinnslu og leitarskilyrði batna á Grænlandi eftir því sem jöklar hopa. Þetta er meðal þess sem Grænlendingar benda fjárfestum á þessa dagana. Í nýlegum leiðara stórblaðsins The Times er fjallað um að Grænland kunni þegar fram líða stundir að vega þungt í heimshagkerfinu og þeirri spurningu velt upp hvort landið, fái það sjálfstæði, halli sér fremur að Evrópu eða Bandaríkjunum. Tilefni þessara vangaveltna er nýleg ferð forsvarsmanna Greenland Venture, fjárfestingarfélags grænlensku heimastjórnarinnar, til fundar við fjárfesta í Bandaríkjunum. Í danska blaðinu Berlingske Tidende er fjallað um breytingar í Grænlandi og bent á að í nóvember verði þar í landi kosið um sjálfstæði. Vinna við að gera Grænland minna háð Danmörku sé hins vegar löngu hafin. Í Bandaríkjunum var mestu púðri eytt í að kynna ferðamanna- og hótelverkefni undir heitinu Igloo Mountain Resort, en um leið er leitað félaga til samstarfs í margvíslegum iðnaði. Nýjustu fregnir herma til dæmis að auknar líkur séu á að Alcoa byggi risaálver í Maniitsoq í Grænlandi. Að auki sjá Grænlendingar tækifæri í hlýnun jarðar því með bráðnun jökla vænkast hagur þeirra sem kunna að vinna þar úr jörðu olíu og gas, auk verðmætra málma á borð við gull, platínu, demanta, blý, sink og kol. Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði við eðlisfræðiskor raunvísindadeildar Háskola Íslands, segir Grænland og Ísland ólík hvað varðar tækifæri tengd hlýnun jarðar. „Á Grænlandi er berg sem er frá því að vera sextíu milljóna ára gamalt hérna næst okkur upp í að vera fjögurra milljarða ára gamalt. Þvess vegna eru allar líkur á að töluvert sé af málmum og slíku í Grænlandi. Og eftir því sem jökulinn leysir og hann minnkar batna aðstæður við námavinnsluna. En hér búum við í mjög ungu landi og því nánast útilokað að í landgrunni Íslands geti til dæmis fundist olía í því magni að skipti nokkru einasta máli,“ segir hann. Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Viðskipti innlent Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Í nýlegum leiðara stórblaðsins The Times er fjallað um að Grænland kunni þegar fram líða stundir að vega þungt í heimshagkerfinu og þeirri spurningu velt upp hvort landið, fái það sjálfstæði, halli sér fremur að Evrópu eða Bandaríkjunum. Tilefni þessara vangaveltna er nýleg ferð forsvarsmanna Greenland Venture, fjárfestingarfélags grænlensku heimastjórnarinnar, til fundar við fjárfesta í Bandaríkjunum. Í danska blaðinu Berlingske Tidende er fjallað um breytingar í Grænlandi og bent á að í nóvember verði þar í landi kosið um sjálfstæði. Vinna við að gera Grænland minna háð Danmörku sé hins vegar löngu hafin. Í Bandaríkjunum var mestu púðri eytt í að kynna ferðamanna- og hótelverkefni undir heitinu Igloo Mountain Resort, en um leið er leitað félaga til samstarfs í margvíslegum iðnaði. Nýjustu fregnir herma til dæmis að auknar líkur séu á að Alcoa byggi risaálver í Maniitsoq í Grænlandi. Að auki sjá Grænlendingar tækifæri í hlýnun jarðar því með bráðnun jökla vænkast hagur þeirra sem kunna að vinna þar úr jörðu olíu og gas, auk verðmætra málma á borð við gull, platínu, demanta, blý, sink og kol. Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði við eðlisfræðiskor raunvísindadeildar Háskola Íslands, segir Grænland og Ísland ólík hvað varðar tækifæri tengd hlýnun jarðar. „Á Grænlandi er berg sem er frá því að vera sextíu milljóna ára gamalt hérna næst okkur upp í að vera fjögurra milljarða ára gamalt. Þvess vegna eru allar líkur á að töluvert sé af málmum og slíku í Grænlandi. Og eftir því sem jökulinn leysir og hann minnkar batna aðstæður við námavinnsluna. En hér búum við í mjög ungu landi og því nánast útilokað að í landgrunni Íslands geti til dæmis fundist olía í því magni að skipti nokkru einasta máli,“ segir hann.
Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Viðskipti innlent Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira