Dalvík á hliðina vegna Eurovision 21. maí 2008 16:26 Skólakrakkarnir láta ekki sitt eftir liggja. Það verður allt á öðrum endanum í Dalvíkurbyggð næstu daga. Þriggja daga Eurovisionhátíðarhöld eru fyrir höndum, enda er bærinn heimabær Friðriks Ómars, annars helmings Eurobandsins, sem keppir fyrir Íslands hönd í Serbíu. „Þetta er bara allt að gerast. Við ákváðum bara að setja allt á annan endann og gera eitthvað almennilegt úr þessu," segir Júlíus Júlíusson, forsvarsmaður stuðningshóps Eurobandsins. Það kom honum ekkert á óvart að Friðrik, sem hann hefur þekkt frá unga aldri, skyldi enda í Eurovision. „Ég sagði við hann þegar hann var smágutti að hann ætti eftir að keppa í Eurovision fyrir Íslands hönd. Nú er komið að því," segir Júlíus. Myndir krakkanna prýða glugga ráðhúss bæjarins.Dalvíkingar ætla ekki að láta sitt eftir liggja í stuðningi við sitt fólk. Þeir hafa gert aðdáendamyndband til að stappa stálinu í Eurovisionfarana og verður bærinn í sannkölluðum Eurovisionbúningi næstu daga. Þriðja og fjórða bekkjar börn í bænum hafa teiknað myndir til stuðnings sveitarinnar, sem skreyta nú ráðhús bæjarins, og fjögur þúsund blöðrur merktar Eurovisionþorpinu Dalvík eru á leið norður með flugi. Þær verða væntanlega á lofti í risaskrúðgöngu sem fer á morgun frá ráðhúsinu í íþróttahúsið, þar sem horft verður á undankeppnina á risaskjá. Júlíus hefur tröllatrú á því að Ísland verði í hópi þeirra tíu þjóða sem komast áfram á undanúrslitakvöldinu. „Það verður upphitunarkvöld á föstudag. Við vitum og trúum að þau komist áfram og stefnum á heljarinnar veislu á laugardag." Mest lesið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Lífið Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Lífið Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Lífið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Lífið Er Lína Langsokkur woke? Gagnrýni Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Fleiri fréttir Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Sjá meira
Það verður allt á öðrum endanum í Dalvíkurbyggð næstu daga. Þriggja daga Eurovisionhátíðarhöld eru fyrir höndum, enda er bærinn heimabær Friðriks Ómars, annars helmings Eurobandsins, sem keppir fyrir Íslands hönd í Serbíu. „Þetta er bara allt að gerast. Við ákváðum bara að setja allt á annan endann og gera eitthvað almennilegt úr þessu," segir Júlíus Júlíusson, forsvarsmaður stuðningshóps Eurobandsins. Það kom honum ekkert á óvart að Friðrik, sem hann hefur þekkt frá unga aldri, skyldi enda í Eurovision. „Ég sagði við hann þegar hann var smágutti að hann ætti eftir að keppa í Eurovision fyrir Íslands hönd. Nú er komið að því," segir Júlíus. Myndir krakkanna prýða glugga ráðhúss bæjarins.Dalvíkingar ætla ekki að láta sitt eftir liggja í stuðningi við sitt fólk. Þeir hafa gert aðdáendamyndband til að stappa stálinu í Eurovisionfarana og verður bærinn í sannkölluðum Eurovisionbúningi næstu daga. Þriðja og fjórða bekkjar börn í bænum hafa teiknað myndir til stuðnings sveitarinnar, sem skreyta nú ráðhús bæjarins, og fjögur þúsund blöðrur merktar Eurovisionþorpinu Dalvík eru á leið norður með flugi. Þær verða væntanlega á lofti í risaskrúðgöngu sem fer á morgun frá ráðhúsinu í íþróttahúsið, þar sem horft verður á undankeppnina á risaskjá. Júlíus hefur tröllatrú á því að Ísland verði í hópi þeirra tíu þjóða sem komast áfram á undanúrslitakvöldinu. „Það verður upphitunarkvöld á föstudag. Við vitum og trúum að þau komist áfram og stefnum á heljarinnar veislu á laugardag."
Mest lesið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Lífið Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Lífið Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Lífið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Lífið Er Lína Langsokkur woke? Gagnrýni Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Fleiri fréttir Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Sjá meira