Enski boltinn

Þetta lið mun taka fram úr Liverpool

AFP

Sir Alex Ferguson segist ekki í nokkrum vafa um að Manchester United muni taka fram úr Liverpool sem sigursælasta lið ensku knattspyrnunnar á næstunni.

United varð á dögunum Englandsmeistari í 17. skipti í sögu félagsins og vann þriðja Evrópubikarinn í vikunni.

Liverpool á metið yfir flesta Englandsmeistaratitla - 18 talsins.

"Ég hef ekki áhyggjur af því að fara upp fyrir Liverpool, því ég veit að þetta lið mun gera það. Þeir munu vinna fleiri titla, ég er alveg viss um það," sagði Ferguson.

Liverpool hefur unnið fimm Evróputitla en United var á dögunum að vinna sinn þriðja.

"Við höfum lagað árangur okkar í Evrópu nokkuð líka. Þrír Evróputitlar hljóma sannarlega mun betur en tveir og ég hef mikinn metnað til að gera betur," sagði Ferguson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×