Viðskipti innlent

Björgvin Guðmundsson til liðs við Morgunblaðið

Björgvin Guðmundsson hefur verið ráðinn á Morgunblaðið.
Björgvin Guðmundsson hefur verið ráðinn á Morgunblaðið.

Björgvin Guðmundsson hefur ráðið sig til starfa hjá Morgunblaðinu þar sem hann mun stýra viðskiptaumfjöllun blaðsins. Hann mun hefja störf í byrjun júní. „Ég þekki til á ritstjórn Morgunblaðsins og veit að þar er mikill kraftur sem mun verða nýttur til sóknar," segir Björgvin. Björgvin var áður viðskiptaritstjóri Fréttablaðsins, en við starfi hans tekur Óli Kristján Ármannsson.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×