Innlent

Segir flugvallarkönnun blása fylgiskönnun út af borðinu

Ólafur F. Magnússon borgarstjóri segist halda að könnun á stuðningi við flugvöll í Vatnsmýrinni blási af könnun á fylgi flokkanna í borgarstjórn. Niðurstöður könnunar Fréttablaðsins sem birtar voru í morgun sína að um 60% borgarbúa vilja hafa flugvöllinn í Vatnsmýrinni. Tvær nýlegar kannanir sýna hins vegar að F-listinn myndi ekki fá mann í borgarstjórn ef kosið yrði nú.

Ólafur segir að afstaða borgarbúa til flugvallarins sýni að það sé stuðningur við sín sjónarmið og lofar að hann muni standa vörð um flugvöllinn. Það snerti ekki aðeins samgöngu-, skipulags og öryggismál á höfuðborgarsvæðinu heldur varði það landið allt. Ólafur segir að þrátt fyrir að minnihlutinn í borgarstjórn hafi rekið harðan áróður gegn afstöðu sinni í flugvallarmálinu sé mikill stuðningur fyrir vellinum hjá meirihlutanum. Hann bendir í þessu sambandi á borgarstjórnarflokk sjálfstæðismanna og segir varaborgarfulltrúa þar styðja flugvöll í Vatnsmýri.

Loks segir Ólafur að það sé ekki sitt að ákveða hver taki við af sér af hálfu sjálfstæðismanna. „Ég leyfi sjálfstæðismönnum að gera upp sín mál," segir hann og bendir á að það sé afar mikilvægt að borgarbúum verði ekki boðið upp á nýjan meirihluta á þessu kjörtímabili.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×