Nýir orkugjafar og nýsköpun eru framtíðin 27. maí 2008 20:46 MYND/GVA Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra lagði áherslu á nýja orkugjafa og nýsköpun í landinu í ræðu sinni á eldhúsdegi Alþingis í kvöld. Hann hafnaði þeim fullyrðingum Guðna Ágústssonar, formanns Framsóknarflokksins, að ríkisstjórnin væri hölt og vísaði til stöðu Framsóknarflokksins á landsvísu. Þá sagði hann ríkisstjórnina hafa ráðist í mestu jöfnunaraðgerðir sem nokkur ríkisstjórn hefði ráðist í og tölurnar töluðu sínu málið. Aðgerðirnar myndu skila níu þúsund milljónum á ári til aldraðra, barna og öryrkja. Stjórnarsamstarf gengið vonum framar Össur sagði samstarf ríkisstjórnarflokkanna hafa gengið vonum framar og stjórnarliðar hefðu verið einhuga í verkum sínum þrátt fyrir einstaka núning. Forystumenn ríkisstjórnar hefðu sýnt styrk með því að glíma við vandann í efnahagslífinu af festu, þar á meðal með mótvægisaðgerðum vegna skerðingar og þorskkvóta. Verkefnið nú væri að kveða niður verðbógludrauginn og Íslendingum hefði alltaf borið gæfa til þess að snúa bökum saman í þeirri baráttu. Össur sagði að á undanförnum árum hefðu mestar deilur í samfélaginu risið um virkjanir og stóriðju. Ríkisstjórnin hefði reynt að ná sátt í þessum málum með ýmsum aðgerðum, meðal annars með því taka frá nokkra staði sem ekki yrði farið inn á og búa til stjórntæki til þess að tryggja að óspilltri náttúru verði ekki spillt. Sagðist hann telja að skapast væri breið samstaða um að auðlindir landsins mætti ekki selja og auðlindir yrðu í eigu sveitarstjórna og ríkisins. Þetta væri að mati hans eitt mikilvægasta mál sem komið hefði inn á Alþingi. Nýja atvinnulífið er framtíðin Þá sagði Össur að ríkisstjórnin myndi beita sér fyrir þróun orkugjafa í stað dýrs bensíns og olíu og að því væri unnið í iðnaðaráðuneytinu. Íslendingar hefðu ákveðið forskot í þessum efnum og ættu að gera sig klára fyrir orkuskipti á bíla og báta. Nefndi hann vetni, etanól og metanól í þeim efnum. Þá sagði hann nýja atvinnulífið framtíðina. Ríkisstjórnin hefði lagt mikla áherslu á að bæta aðstæður sprotafyrirtækja því þau væru framtíðin. Nefndi hann að á morgun ætti að tilkynna stofnun yfir fjögurra milljarða samráðssjóðs stjórnvalda og atvinnulífs sem styðja ætti sprotafyrirtæki. Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra lagði áherslu á nýja orkugjafa og nýsköpun í landinu í ræðu sinni á eldhúsdegi Alþingis í kvöld. Hann hafnaði þeim fullyrðingum Guðna Ágústssonar, formanns Framsóknarflokksins, að ríkisstjórnin væri hölt og vísaði til stöðu Framsóknarflokksins á landsvísu. Þá sagði hann ríkisstjórnina hafa ráðist í mestu jöfnunaraðgerðir sem nokkur ríkisstjórn hefði ráðist í og tölurnar töluðu sínu málið. Aðgerðirnar myndu skila níu þúsund milljónum á ári til aldraðra, barna og öryrkja. Stjórnarsamstarf gengið vonum framar Össur sagði samstarf ríkisstjórnarflokkanna hafa gengið vonum framar og stjórnarliðar hefðu verið einhuga í verkum sínum þrátt fyrir einstaka núning. Forystumenn ríkisstjórnar hefðu sýnt styrk með því að glíma við vandann í efnahagslífinu af festu, þar á meðal með mótvægisaðgerðum vegna skerðingar og þorskkvóta. Verkefnið nú væri að kveða niður verðbógludrauginn og Íslendingum hefði alltaf borið gæfa til þess að snúa bökum saman í þeirri baráttu. Össur sagði að á undanförnum árum hefðu mestar deilur í samfélaginu risið um virkjanir og stóriðju. Ríkisstjórnin hefði reynt að ná sátt í þessum málum með ýmsum aðgerðum, meðal annars með því taka frá nokkra staði sem ekki yrði farið inn á og búa til stjórntæki til þess að tryggja að óspilltri náttúru verði ekki spillt. Sagðist hann telja að skapast væri breið samstaða um að auðlindir landsins mætti ekki selja og auðlindir yrðu í eigu sveitarstjórna og ríkisins. Þetta væri að mati hans eitt mikilvægasta mál sem komið hefði inn á Alþingi. Nýja atvinnulífið er framtíðin Þá sagði Össur að ríkisstjórnin myndi beita sér fyrir þróun orkugjafa í stað dýrs bensíns og olíu og að því væri unnið í iðnaðaráðuneytinu. Íslendingar hefðu ákveðið forskot í þessum efnum og ættu að gera sig klára fyrir orkuskipti á bíla og báta. Nefndi hann vetni, etanól og metanól í þeim efnum. Þá sagði hann nýja atvinnulífið framtíðina. Ríkisstjórnin hefði lagt mikla áherslu á að bæta aðstæður sprotafyrirtækja því þau væru framtíðin. Nefndi hann að á morgun ætti að tilkynna stofnun yfir fjögurra milljarða samráðssjóðs stjórnvalda og atvinnulífs sem styðja ætti sprotafyrirtæki.
Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira