Geðlæknir notaði nöfn fanga til að svíkja út lyf 27. maí 2008 10:17 Magnús Skúlason geðlæknir á Sogni. Landlæknisembættið hefur til rannsóknar mál læknis sem hefur látið ávísa ávanabindandi fíknilyfjum á menn án þeirra vitundar. Lyfin voru sótt af manni sem starfaði við áfengisráðgjöf fanga en ekki er vitað hvað um þau varð eftir að þau komust í hans hendur. Viðkomandi læknir hefur verið settur frá störfum. "Við lítum málið sérlega alvarlegum augum," segir Sigurður Guðmundsson landlæknir. Læknirinn sem um ræðir er Magnús Skúlason, geðlæknir á Sogni. Hann var sviptur réttindum til að skrifa lyfseðla í fyrra eftir að upp komst að hann hafði ávísað miklu magni af ávanabindandi fíknilyfjum til fólks án þess að geta gefið upp tilbæra ástæðu fyrir því. Sigurður segir því að þeir lyfseðlar sem um ræðir hafi verið skrifaðir af læknum sem í góðri trú töldu að sjúklingar Magnúsar þyrftu á lyfjunum að halda, það geri málið enn flóknara í rannsókn. "Um er að ræða verulegt magn af amfetamíni og methylfentidati," segir Sigurður en bæði lyfin eru verulega ávanabindandi og þeir skammtar sem læknirinn lét ávísa taldir vera á um annað þúsund. Svo virðist sem Magnús hafi valið nöfn manna til að ávísa lyfjum á, án þess að þeir vissu af því, sem höfðu setið inni í fangelsi fyrr á ævinni og ekki þætti ótrúlegt að þeir þyrftu á slíkum lyfjum að halda. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins gaf hann þá skýringu eftir að hann var inntur eftir svörum við þessum gerðum að hann hefði meðhöndlað háttsetta menn sem ekki vildu láta tengja nöfn sín við þessi lyf. Málið komst upp þegar einn af þeim mönnum sem læknirinn hafði látið skrifa lyfseðla fyrir kom í apótek til að sækja þar ofnæmislyf. Í lyfjabúðinni var honum tilkynnt um að þau væru ekki komin en hins vegar biði hans amfetamín sem læknir hefði skrifað upp á fyrir hann. Maðurinn kannaðist ekki við að hafa beðið um nein slík lyf og spurðist frekar fyrir um hvaða lyf hefðu verið ávísuð á hans nafni. Landlæknir segir að þegar sé vitað um tvo menn sem fengu uppáskrifuð lyf að beiðni þessa sama læknis án þess að þau hefðu verið sótt eða notuð af þeim. Fleiri mál séu þó í skoðun hjá embættinu en enn sem komið er hefur málinu ekki verið vísað til lögreglu. "Það er sérstaklega hryggilegt að í þessum hópi manna sem hann hafði verið að ávísa lyfjum á án þeirra vitundar eru menn sem hafa lent í verulegum vanda um ævina en náð bót og betrun en standa enn höllum fæti í samfélaginu," segir Sigurður. Ekki er vitað hve lengi Magnús stundaði þessa iðju. Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Landlæknisembættið hefur til rannsóknar mál læknis sem hefur látið ávísa ávanabindandi fíknilyfjum á menn án þeirra vitundar. Lyfin voru sótt af manni sem starfaði við áfengisráðgjöf fanga en ekki er vitað hvað um þau varð eftir að þau komust í hans hendur. Viðkomandi læknir hefur verið settur frá störfum. "Við lítum málið sérlega alvarlegum augum," segir Sigurður Guðmundsson landlæknir. Læknirinn sem um ræðir er Magnús Skúlason, geðlæknir á Sogni. Hann var sviptur réttindum til að skrifa lyfseðla í fyrra eftir að upp komst að hann hafði ávísað miklu magni af ávanabindandi fíknilyfjum til fólks án þess að geta gefið upp tilbæra ástæðu fyrir því. Sigurður segir því að þeir lyfseðlar sem um ræðir hafi verið skrifaðir af læknum sem í góðri trú töldu að sjúklingar Magnúsar þyrftu á lyfjunum að halda, það geri málið enn flóknara í rannsókn. "Um er að ræða verulegt magn af amfetamíni og methylfentidati," segir Sigurður en bæði lyfin eru verulega ávanabindandi og þeir skammtar sem læknirinn lét ávísa taldir vera á um annað þúsund. Svo virðist sem Magnús hafi valið nöfn manna til að ávísa lyfjum á, án þess að þeir vissu af því, sem höfðu setið inni í fangelsi fyrr á ævinni og ekki þætti ótrúlegt að þeir þyrftu á slíkum lyfjum að halda. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins gaf hann þá skýringu eftir að hann var inntur eftir svörum við þessum gerðum að hann hefði meðhöndlað háttsetta menn sem ekki vildu láta tengja nöfn sín við þessi lyf. Málið komst upp þegar einn af þeim mönnum sem læknirinn hafði látið skrifa lyfseðla fyrir kom í apótek til að sækja þar ofnæmislyf. Í lyfjabúðinni var honum tilkynnt um að þau væru ekki komin en hins vegar biði hans amfetamín sem læknir hefði skrifað upp á fyrir hann. Maðurinn kannaðist ekki við að hafa beðið um nein slík lyf og spurðist frekar fyrir um hvaða lyf hefðu verið ávísuð á hans nafni. Landlæknir segir að þegar sé vitað um tvo menn sem fengu uppáskrifuð lyf að beiðni þessa sama læknis án þess að þau hefðu verið sótt eða notuð af þeim. Fleiri mál séu þó í skoðun hjá embættinu en enn sem komið er hefur málinu ekki verið vísað til lögreglu. "Það er sérstaklega hryggilegt að í þessum hópi manna sem hann hafði verið að ávísa lyfjum á án þeirra vitundar eru menn sem hafa lent í verulegum vanda um ævina en náð bót og betrun en standa enn höllum fæti í samfélaginu," segir Sigurður. Ekki er vitað hve lengi Magnús stundaði þessa iðju.
Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira