Innlent

Íslendingurinn sem var stunginn með dóm á bakinu fyrir tilraun til manndráps

Andri Ólafsson skrifar

Íslendingurinn sem stunginn var í nótt í söluturni við Colbjörnsgade í Kaupmannahöfn í nótt heitir Ragnar Davíð Bjarnason. Hann fékk þriggja og hálfs árs fangelsisdóm árið 2000 fyrir tilraun til manndráps, líkamsárás og árás á lögreglumann.

Ragnar, sem þá var 18 ára, stakk 22 ára mann tveimur hnífsstungum með veiðihníf.

Mennirnir tveir sem réðust á Ragnar með hníf og járnröri í nótt sögðu dómara í dag að árásin hafi verið í sjálfsvörn. Þeir segja að Ragnar hafi verið með ögrandi tilburði auk þess sem hann hafi látið niðrandi ummæli falla í þeirra garð tengd kynþætti þeirra en mennirnir eru af tyrkneskum uppruna.

Ragnar mun hafa verið ölvaður þegar hann kom inn í söluturninn. Lögregla hefur enn ekki tekið skýrslu af honum vegna málsins en hann liggur þungt haldinn á skúkrahúsi. Hann var stunginn sjö sinnum. Ein hnífsstungan kom neðarlega í kviðinn á honum þannig að hluti þarma hans gengu út.

Dómari féllst ekki á gæsluvarðhaldskröfu lögreglu yfir mönnunum sem réðust svo hrottalega á Ragnar. Hann féllst á hinsvegar á að um nauðvörn hafi verið að ræða þar sem slagmál voru við að brjótast út á milli mannana og lét þá lausa.

Þeirri ákvörðun hefur Jens Tolum Christiansen saksóknari áfrýjað til yfirréttar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×