Lífið

Lottó-milljónamæringur vill vinna á McDonalds

Luke er hamingjusamastur þegar hann hefur eitthvað fyrir stafni.
Luke er hamingjusamastur þegar hann hefur eitthvað fyrir stafni.
Bretinn Luke Pittard, sem vann rúma milljón punda í lottói, er byrjaður að vinna aftur á sínum gamla vinnustað - McDonalds - því honum leiddist.

Luke, sem vinnufélagarnir uppnefndu McMillion, vann sem samsvarar rúmum tvöhundruð milljónum króna, og hefur reyndar ekki haft fyrir því að leysa út launaávísunina frá því hann hóf aftur störf.

McMillion sagði í viðtali við breska blaðið Mirror í gær að vinnuna stundaði hann ekki peninganna vegna. Hann hefði hreinlega verið að bilast úr leiðindum.

,,Það er bara hægt að fara að versla svo oft áður en þú hefur séð allt í búðunum. Þetta var að verða leiðinlegt og endurtekningarsamt. Ég át stöðugt og er búinn að þyngjast um sjö kíló."





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.