Lífið

23% íslenskra kvenna héldu framhjá

Skiptir stærðin máli? var spurt í umræddri könnun og svörin létu ekki á sér standa.
Skiptir stærðin máli? var spurt í umræddri könnun og svörin létu ekki á sér standa.

Íslendingar virðast hafa mikinn áhuga á alls kyns könnunum og þess vegna ákvað Vísir að dusta rykið af níu ára gamalli könnun sem Ásdís Olsen annar þáttastjórnenda Mér finnst á ÍNN lét gera þegar hún ritstýrði tímaritinu 19. júní, sem er ársrit Kvenréttindafélags Íslands.

Að eigin sögn var hún með mjög stórhuga ritsjórn og réðst í alvöru rannsókn á kynlífi kvenna hér á landi en það hafði aldrei verið gert fyrr.

 

Ásdís Olsen er annar stjórnenda kvennaþáttarins Mér finnst á ÍNN. Þar eru umræðurnar mjög opinskáar og engu haldið aftur.

Rannsóknastofnun var ráðin til að gera rannsóknina. Hringt var í 800 íslenskar konur og þær spurðar hvað þær væru að fá útúr kynlífi, hvað þeim fannst og hvað þær vildu.

Viðbrögð kvennanna voru ekki alltaf á jákvæðu nótunum og þá kannski sér í lagi þegar spurningin: Skiptir stærðin máli? var borin upp.



Þegar spurt var hversu oft að meðaltali hefurðu samfarir?

4 til 7 sinnum á mánuðu sögðu 35,4 %

8 sinnum eða oftar sögðu 30,1 %

1 til 3 sinnum sögðu 24,8 %

aldrei sögðu 9, 6%

Spurt var hefur þú haldið framhjá?

23% sögðu já

 

Hvort finnst þér betra að vera með karlmanni með stóran eða lítinn lim?

20 % sögðust kjósa stóran lim

36 % sögðust vilja milðungs stóran lim

42% sögðu það ekki skipta máli

1,3 % sögðust kjósa lítinn lim.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.