Innlent

Mótmæltu álverinu í Helguvík

Þessi mótmælandi var tekinn afsíðis á meðan athöfnin fór fram.
Þessi mótmælandi var tekinn afsíðis á meðan athöfnin fór fram. VFmynd/Inga

Fyrsta skóflustungan að nýju álveri í Helguvík var tekin í dag. Þá voru samningar á milli Norðuráls og Íslenskra aðalverktaka um byggingarframkvæmdir undirritaðir. Nokkur mótmælu voru við athöfnina og þurfti lögregla að hafa afskipti af mótmælendum.

Lögreglan á suðurnesjum segir að mótmælin hafi að mestu farið friðsamlega fram en þó þótti ástæða til þess að vista tvo þeirra í lögreglubíl um stundarsakir. Þeir fóru ekki eftir fyrirmælum lögreglu og því var þeim stungið inn í bíl.

Þriðji aðilinn var síðan færður afsíðis og hafður var lögregluvörður við hann þar til athöfnin var á enda.

Eftir að búið var að taka skóflustunguna var fólkinu sleppt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×