Lífið

Hollywoodleikarinn Paul Newman er á banalegunni

Vinir Hollywoodleikarans Paul Newman segja að hann sé kominn á banaleguna og stutt í að hann látist. Newman hefur lengi glímt við krabbamein í lungum og er nú til meðhöndlunar á krabbameinsmiðstöð í New York.

Newman sem orðinn er 83 ára gamall var eitt af allra stærstu nöfnunum í Hollywood á seinnihluta síðustu aldar. Hann á að baki leik í meir en 80 kvikmyndum og sjónvarpsþáttum en hann dró sig í hlé árið 2005 vegna veikinda sinna.

Newman fékk Óskarsverðlaunin fyrir frammistöðu sína í myndinni The Color of money. En einhverjir muna kannski eftir ógleymanlegum atvikum í myndum hans. Má þar nefna að hann át 50 harðsoðin egg í fangelsismyndinni Cool Hand Luke og féll í miklu kúlnaregni ásamt félaga sínum Robert Redford í myndinni Butch Cassidy and the Sundance Kid.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.