Innlent

Samfylkingin hræðist ekki Óskar

SB skrifar
Óskar Bergsson. Borgarfulltrúi Framsóknarflokksins.
Óskar Bergsson. Borgarfulltrúi Framsóknarflokksins.

"Það eru einhverjir framsóknarmenn sem hafa áhyggjur af því að við séum ekki stolt af Óskari Bergssyni en það er rangt," segir Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík.

Í nýlegri könnun Félagsvísindastofnunnar var spurt um frammistöðu ákveðinna borgarfulltrúa. Óskar Bergsson var ekki í þeim hópi.

Framsóknarmaðurinn Hallur Magnússon vekur athygli á könnuninni á bloggsíðu sinni. Hann sakar Samfylkinguna um að þegja Óskar í hel og staðhæfir að Samfylkingin hafi pantað könnunina.

"En heldur Samfylkingin að hún geti þagað Óskar Bergsson og Framsóknarflokkinn í hel? Ætlar Samfylkingin að flæma Óskar Bergsson úr hingað til samhentum minnihluta í borginni?," segir Hallur.

Óskar Bergsson segist hafa heyrt af könnuninni áður en fréttir af henni láku út. "Ég spurði Dag út í þetta og við áttum samtal um málið. Þetta var ágætt samtal en ég held að það sé best að Dagur svari fyrir þetta mál sjálfur."

Dagur B. Eggertsson vísaði á Félagsmálastofnun þegar Vísir spurði hann út í könnunina. Hann staðfesti að Samfylkingin hefði keypt aðgang að spurningum enda ekkert nema eðlilegt að menn "mónitori" eigin borgarfulltrúa.

Dagur segir: "Við erum stolt af Óskari, vorum nýlega að kjósa hann í Hafnarstjórn og í borgarráð fyrir hönd alls minnihlutans. Minnihlutinn stendur saman sem einn maður."

Ekki fengust upplýsingar hjá Félasmálastofnun um könnunina umdeildu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×