Bakarísstelpa stígur fram: Hnetuvínarbrauð afþídd í bakaríum SB skrifar 9. júní 2008 12:58 Suðurver. Fyrrverandi starfsmaður segir hnetuvínarbrauð flutt inn frosin. „Bakkelsið kom næstum allt inn frosið og svo vorum við látin hita það upp," segir Heiðrún Backmann, fyrrverandi starfsmaður Bakarameistarans. Svo virðist sem bakaríin baki ekki bakkelsi á staðnum heldur láti afgreiðslustúlkur hita upp forbakaðar og frostnar vörur. Í viðtali við Vísi fyrir helgi sagði Vigfús Kr. Hjartarson, framkvæmdastjóri Bakarameistarans, að hjá Bakarameistaranum væru aðeins kleinuhringir fluttir frosnir inn frá útlöndum. Hann gagnrýndi stórmarkaðina fyrir að auglýsa brauð og bakkelsi sem væri „bakað á staðnum" þegar það væri í raun flutt inn frosið. Heiðrún starfaði í bakaríinu Suðurveri frá mars 2007 fram í júní á síðasta ári. „Ég man að hnetuvínarbrauðið, skinkuhornin og kleinuhringirnir kom allt frosið frá útlöndum. Vínarbrauðin, ostarúnnstykkin og hitt kom ekki frá útlöndum en var samt frosið og við vorum látin hita það upp. Það eina sem var ferskt í búðinni voru snúðarnir, brauðin og rúnnstykkin." Heiðrún segir það ekki hafa verið auðvelt að starfa við þessar aðstæður. „Nei, manni leið ekki vel með þetta. Fólk hélt það væri að kaupa nýbakaðar og ferskar vörur." Vísir.is bar ummæli Heiðrúnar undir Vigfús, framkvæmdastjóra Bakarameistarans. Hann sagði það rétt að auk kleinuhringjanna væru hnetuvínarbrauðin flutt inn frá útlöndum. Allt annað bakkelsi væri þó bakað á Íslandi. "Varan er hefuð og forfryst til að hægt sé að flytja á milli staða og svo er hún fullbökuð. Þannig að hún er ekki bara hituð upp. Hún er bökuð. Í stórmörkuðunum eru brauðin hins vegar flutt inn hálfbökuð frosin. Það er himinn og haf þar á milli." Vigfús segir að stóra spurningin sé ekki heldur aðferðin: „Spurningin er ekki aðferðin heldur hvað er innlend framleiðsla eða erlent." Og miðað við uppljóstranir bakarísstelpunnar Heiðrúnar er ljóst að hnetuvínarbrauðin og kleinuhringirnir eru það ekki. Tengdar fréttir Frosið brauð sagt bakað á staðnum Stórmarkaðurinn Krónan auglýsir brauð sem sé "bakað á staðnum". Deigið er hins vegar flutt til landsins frosið og forbakað og aðeins hitað upp í stórmörkuðunum. Framkvæmdastjóri Bakarameistarans segir bakstur lögverndaða iðn. 6. júní 2008 12:30 Mest lesið Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli Innlent „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Erlent Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Erlent Fleiri fréttir Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Sjá meira
„Bakkelsið kom næstum allt inn frosið og svo vorum við látin hita það upp," segir Heiðrún Backmann, fyrrverandi starfsmaður Bakarameistarans. Svo virðist sem bakaríin baki ekki bakkelsi á staðnum heldur láti afgreiðslustúlkur hita upp forbakaðar og frostnar vörur. Í viðtali við Vísi fyrir helgi sagði Vigfús Kr. Hjartarson, framkvæmdastjóri Bakarameistarans, að hjá Bakarameistaranum væru aðeins kleinuhringir fluttir frosnir inn frá útlöndum. Hann gagnrýndi stórmarkaðina fyrir að auglýsa brauð og bakkelsi sem væri „bakað á staðnum" þegar það væri í raun flutt inn frosið. Heiðrún starfaði í bakaríinu Suðurveri frá mars 2007 fram í júní á síðasta ári. „Ég man að hnetuvínarbrauðið, skinkuhornin og kleinuhringirnir kom allt frosið frá útlöndum. Vínarbrauðin, ostarúnnstykkin og hitt kom ekki frá útlöndum en var samt frosið og við vorum látin hita það upp. Það eina sem var ferskt í búðinni voru snúðarnir, brauðin og rúnnstykkin." Heiðrún segir það ekki hafa verið auðvelt að starfa við þessar aðstæður. „Nei, manni leið ekki vel með þetta. Fólk hélt það væri að kaupa nýbakaðar og ferskar vörur." Vísir.is bar ummæli Heiðrúnar undir Vigfús, framkvæmdastjóra Bakarameistarans. Hann sagði það rétt að auk kleinuhringjanna væru hnetuvínarbrauðin flutt inn frá útlöndum. Allt annað bakkelsi væri þó bakað á Íslandi. "Varan er hefuð og forfryst til að hægt sé að flytja á milli staða og svo er hún fullbökuð. Þannig að hún er ekki bara hituð upp. Hún er bökuð. Í stórmörkuðunum eru brauðin hins vegar flutt inn hálfbökuð frosin. Það er himinn og haf þar á milli." Vigfús segir að stóra spurningin sé ekki heldur aðferðin: „Spurningin er ekki aðferðin heldur hvað er innlend framleiðsla eða erlent." Og miðað við uppljóstranir bakarísstelpunnar Heiðrúnar er ljóst að hnetuvínarbrauðin og kleinuhringirnir eru það ekki.
Tengdar fréttir Frosið brauð sagt bakað á staðnum Stórmarkaðurinn Krónan auglýsir brauð sem sé "bakað á staðnum". Deigið er hins vegar flutt til landsins frosið og forbakað og aðeins hitað upp í stórmörkuðunum. Framkvæmdastjóri Bakarameistarans segir bakstur lögverndaða iðn. 6. júní 2008 12:30 Mest lesið Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli Innlent „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Erlent Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Erlent Fleiri fréttir Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Sjá meira
Frosið brauð sagt bakað á staðnum Stórmarkaðurinn Krónan auglýsir brauð sem sé "bakað á staðnum". Deigið er hins vegar flutt til landsins frosið og forbakað og aðeins hitað upp í stórmörkuðunum. Framkvæmdastjóri Bakarameistarans segir bakstur lögverndaða iðn. 6. júní 2008 12:30