Innlent

Stelpur stjórna ungliðahreyfingunum

Bryndís Gunnlaugsdóttir er nýr formaður Sambands ungra framsóknarmanna.
Bryndís Gunnlaugsdóttir er nýr formaður Sambands ungra framsóknarmanna.

Konur gegna nú formennsku í þremur ungliðahreyfingum stjórnmálaflokka. Það mun vera í fyrsta sinn það gerist og er nú meirihluta ungliðahreyfinganna stýrt af konum.

Samband ungra framsóknarmanna hélt landsþing sitt um helgina á Skeiðum. Þar var Bryndís Gunnlaugsdóttir kjörin formaður sambandsins í stað Jakobs Hrafnssonar.

Fyrir voru þær Anna Pála Sverrisdóttir formaður Ungra jafnaðarmanna og Auður Lilja Erlingsdóttir formaður Ungra vinstri grænna.

Veturinn 2002 til 2003 gegndu tvær konur formennsku á sama tíma. Það voru þær Katrín Jakobsdóttir núverandi alþingismaður og varaformaður Vinstri grænna og Dagný Jónsdóttir fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins.

,,Fyrst tökum við yfir Ísland og síðan heiminn," segir Anna Pála sem jafnframt var hress með kjör Bryndísar þegar Vísir náði tali af henni.

Ungliðahreyfingum Sjálfstæðisflokksins og Frjálynda flokksins er enn stýrt af karlmönnum. Þórlindur Kjartansson er formaður SUS og Viðar Guðjónsen gegnir formennsku hjá UF.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×