Bíll brann til kaldra kola í Heiðmörk í nótt, en engin var nálægur þegar slökkvilið kom á vettvang.
Þegar haft var sambandi við eigandann kom í ljós að bílnum hafði verið stolið. Ekki liggur fyrir hvort eldur kviknaði í bílnum, eða þjófurinn hefur kveikt í honum, en síðari tilgátan þykir líklegri.