Innlent

Heimsins dýrasta matvara fundin

Það mætti fá skildingin fyrir þá þessa í Kolaportinu.
Það mætti fá skildingin fyrir þá þessa í Kolaportinu. MYND/Ingi R. Ingason

Dýrasta matvara í heimi er seld, merkileg nokk, í Kolaportinu um helgar. Í einum básnum þar er boðið upp á tæp 20 grömm af niðurskornum hákarli í lítilli plastdós á 500 krónur.

Framreiknað kemur í ljós að kílóverðið á þessum hákarli er 25.000 krónur. Hingað til hefur dýrasta matvaran á almennum markaði verið talin séralið japanskt nautakjöt, þar sem gripirnir eru fóðraðir á korni og bjór og nuddaðir daglega. Kostar kílóið af slíku kjöti um 15.000 krónur.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×