Hannesarmálið 1988 og sjálfstæði Háskóla Íslands Svanur Kristjánsson skrifar 19. júní 2008 00:01 Yfir dyrum hátíðasals Háskóla Íslands standa orð Jónasar Hallgrímssonar, „Vísindin efla alla dáð". Starfsemi háskólans var frá stofnun 1911 byggð á þeirri grundvallarforsendu að til að tryggja sannleiksleit háskóla þyrfti hann að vera frjáls og sjálfstæður. Einungis þannig væri hægt að koma í veg fyrir að annarlegir hagsmunir græfu undan hugsjón og starfi vísindafólks. Umdeild lektorsskipanSumarið 1988 skipaði þáverandi menntamálaráðherra, Birgir Ísleifur Gunnarsson, Hannes Hólmstein Gissurarson lektor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Hannes hafði ekki hlotið fullgildan hæfnisdóm dómnefndar sem skipuð var Svani Kristjánssyni, Gunnari Gunnarssyni, Jónatan Þórmundssyni og Sigurði Líndal. Dómnefndarálitið var birt í Morgunblaðinu 16. júlí 1988. Um verk Hannesar Hólmsteins, Stjórnarskrármálið (1987), sagði m.a.: „Heimildanotkun er einnig ábótavant. Þannig vísar höfundur til greinar um íslenska þjóðveldið (Skírnir 1984) og segir að þar komi fram, „að lög hafi verið skilin öðrum skilningi með Íslendingum en víða annars staðar" (Stjórnarskrármálið bls. 21). Ekki er hægt að finna þessari staðhæfingu neinn stað í þeirri heimild sem vitnað er til." Um cand. mag. ritgerð Hannesar Hólmsteins, Stofnun Sjálfstæðisflokksins, starfsemi og skipulag (1982) sagði m.a.: „Í heild rýrir það gildi ritgerðarinnar hversu gjarn höfundur er að koma einkasjónarmiðum sínum að og gera þau nánast að algildum mælikvarða. Á nokkrum stöðum eru felldir niðrandi persónulegir dómar um menn án nægilegs rökstuðnings." Þrátt fyrir alvarlega galla á verkum Hannesar Hólmsteins mat dómnefndin hann þó hæfan til kennslu og rannsókna á sérsviði samanburðarstjórnmála en sagði einnig: „Hins vegar verður það ekki ráðið af námsferli umsækjanda né heldur hefur hann sýnt fram á það með ritverkum sínum að hann hafi þá þekkingu á helstu kenningum og rannsóknaraðferðum í stjórnmálafræði að hann teljist hæfur til kennslu í undirstöðugreinum hennar". Þess verður að geta að Hannes Hólmsteinn er menntaður í heimspeki en ekki í stjórnmálafræði. Á blaðamannafundi í Háskóla Íslands 14. júlí 1988 lagði dómnefndin fram ítarlega greinargerð fyrir niðurstöðu sinni og svaraði gagnrýni menntamálaráðherra á störf hennar. Í Morgunblaðinu daginn eftir er haft eftir einum dómnefndarmanna: „Jónatan Þórmundsson sagði að vel hefði komið til álita að dæma Hannes óhæfan til að gegna lektorstöðunni. Það sýndi hins vegar glöggt hversu langt dómnefndin hefði teygt sig til að gæta fyllstu sanngirni að Hannes hefði verið dæmdur hæfur að hluta. Jónatan telur að Hannes gerðist sekur um ónákvæmni í meðferð heimilda. Það eitt sé næg ástæða til að dæma hann óhæfan til starfans. Hins vegar hafi dómnefndin viljað taka doktorsritgerð Hannesar sem fullgilda sönnun fyrir því að hann uppfylli skilyrðin, að hálfu leyti." (Morgunblaðið 15. júlí 1988). Á grundvelli skoðanaMenntamálaráðherra gerði enga tilraun til rökstyðja fræðilega yfirburði Hannesar Hólmsteins yfir þá umsækjendur sem dómnefndin taldi hæfa til starfsins. Hins vegar taldi ráðherrann að Hannes Hólmsteinn hefði einn mikilvægan kost til að bera: „Það kemur glögglega fram í áliti dómnefndar og öðrum gögnum málsins að skoðanir núverandi kennara í stjórnmálafræði og Hannesar H. Gissurarsonar á eðli og hlutverki þessarar fræðigreinar eru um margt ólíkar. Það er að dómi ráðherra æskilegt að ólíkar skoðanir á fræðigreininni eigi sér málsvara á vettvangi Háskóla Íslands. Í félagsvísindum er sérstaklega mikilvægt að tryggja fjölbreytni og frjálsa samkeppni hugmynda." (Greinargerð menntamálaráðuneytisins vegna stöðuveitingarinnar, Morgunblaðið 1. júlí 1988). Af þessum orðum er ljóst að Hannes Hólmsteinn hlaut lektorsstöðu við Háskóla Íslands eingöngu vegna skoðana sinna og hugmynda en ekki fræðilegra eiginleika. Rektor spyrnir við fætiHáskólaráð, undir forystu Sigmundar Guðbjarnasonar rektors, og félagsvísindadeild snerust af fullri reisn gegn þessari atlögu að frelsi og sjálfstæði háskólans (sjá Morgunblaðið 9. júlí 1988). Varðstaða yfirmanna skólans og félagsvísindadeildar sumarið 1988 var Háskóla Íslands til sæmdar og leiddi til þess að næsti menntamálaráðherra, Svavar Gestsson, gekkst fyrir því að lögum um ráðingar háskólakennara var breytt á þann veg að ráðherrar geta ekki skipað í stöður í trássi við vilja skólans.Höfundur er prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands og hefur kennt við skólann í 35 ár. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Yfir dyrum hátíðasals Háskóla Íslands standa orð Jónasar Hallgrímssonar, „Vísindin efla alla dáð". Starfsemi háskólans var frá stofnun 1911 byggð á þeirri grundvallarforsendu að til að tryggja sannleiksleit háskóla þyrfti hann að vera frjáls og sjálfstæður. Einungis þannig væri hægt að koma í veg fyrir að annarlegir hagsmunir græfu undan hugsjón og starfi vísindafólks. Umdeild lektorsskipanSumarið 1988 skipaði þáverandi menntamálaráðherra, Birgir Ísleifur Gunnarsson, Hannes Hólmstein Gissurarson lektor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Hannes hafði ekki hlotið fullgildan hæfnisdóm dómnefndar sem skipuð var Svani Kristjánssyni, Gunnari Gunnarssyni, Jónatan Þórmundssyni og Sigurði Líndal. Dómnefndarálitið var birt í Morgunblaðinu 16. júlí 1988. Um verk Hannesar Hólmsteins, Stjórnarskrármálið (1987), sagði m.a.: „Heimildanotkun er einnig ábótavant. Þannig vísar höfundur til greinar um íslenska þjóðveldið (Skírnir 1984) og segir að þar komi fram, „að lög hafi verið skilin öðrum skilningi með Íslendingum en víða annars staðar" (Stjórnarskrármálið bls. 21). Ekki er hægt að finna þessari staðhæfingu neinn stað í þeirri heimild sem vitnað er til." Um cand. mag. ritgerð Hannesar Hólmsteins, Stofnun Sjálfstæðisflokksins, starfsemi og skipulag (1982) sagði m.a.: „Í heild rýrir það gildi ritgerðarinnar hversu gjarn höfundur er að koma einkasjónarmiðum sínum að og gera þau nánast að algildum mælikvarða. Á nokkrum stöðum eru felldir niðrandi persónulegir dómar um menn án nægilegs rökstuðnings." Þrátt fyrir alvarlega galla á verkum Hannesar Hólmsteins mat dómnefndin hann þó hæfan til kennslu og rannsókna á sérsviði samanburðarstjórnmála en sagði einnig: „Hins vegar verður það ekki ráðið af námsferli umsækjanda né heldur hefur hann sýnt fram á það með ritverkum sínum að hann hafi þá þekkingu á helstu kenningum og rannsóknaraðferðum í stjórnmálafræði að hann teljist hæfur til kennslu í undirstöðugreinum hennar". Þess verður að geta að Hannes Hólmsteinn er menntaður í heimspeki en ekki í stjórnmálafræði. Á blaðamannafundi í Háskóla Íslands 14. júlí 1988 lagði dómnefndin fram ítarlega greinargerð fyrir niðurstöðu sinni og svaraði gagnrýni menntamálaráðherra á störf hennar. Í Morgunblaðinu daginn eftir er haft eftir einum dómnefndarmanna: „Jónatan Þórmundsson sagði að vel hefði komið til álita að dæma Hannes óhæfan til að gegna lektorstöðunni. Það sýndi hins vegar glöggt hversu langt dómnefndin hefði teygt sig til að gæta fyllstu sanngirni að Hannes hefði verið dæmdur hæfur að hluta. Jónatan telur að Hannes gerðist sekur um ónákvæmni í meðferð heimilda. Það eitt sé næg ástæða til að dæma hann óhæfan til starfans. Hins vegar hafi dómnefndin viljað taka doktorsritgerð Hannesar sem fullgilda sönnun fyrir því að hann uppfylli skilyrðin, að hálfu leyti." (Morgunblaðið 15. júlí 1988). Á grundvelli skoðanaMenntamálaráðherra gerði enga tilraun til rökstyðja fræðilega yfirburði Hannesar Hólmsteins yfir þá umsækjendur sem dómnefndin taldi hæfa til starfsins. Hins vegar taldi ráðherrann að Hannes Hólmsteinn hefði einn mikilvægan kost til að bera: „Það kemur glögglega fram í áliti dómnefndar og öðrum gögnum málsins að skoðanir núverandi kennara í stjórnmálafræði og Hannesar H. Gissurarsonar á eðli og hlutverki þessarar fræðigreinar eru um margt ólíkar. Það er að dómi ráðherra æskilegt að ólíkar skoðanir á fræðigreininni eigi sér málsvara á vettvangi Háskóla Íslands. Í félagsvísindum er sérstaklega mikilvægt að tryggja fjölbreytni og frjálsa samkeppni hugmynda." (Greinargerð menntamálaráðuneytisins vegna stöðuveitingarinnar, Morgunblaðið 1. júlí 1988). Af þessum orðum er ljóst að Hannes Hólmsteinn hlaut lektorsstöðu við Háskóla Íslands eingöngu vegna skoðana sinna og hugmynda en ekki fræðilegra eiginleika. Rektor spyrnir við fætiHáskólaráð, undir forystu Sigmundar Guðbjarnasonar rektors, og félagsvísindadeild snerust af fullri reisn gegn þessari atlögu að frelsi og sjálfstæði háskólans (sjá Morgunblaðið 9. júlí 1988). Varðstaða yfirmanna skólans og félagsvísindadeildar sumarið 1988 var Háskóla Íslands til sæmdar og leiddi til þess að næsti menntamálaráðherra, Svavar Gestsson, gekkst fyrir því að lögum um ráðingar háskólakennara var breytt á þann veg að ráðherrar geta ekki skipað í stöður í trássi við vilja skólans.Höfundur er prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands og hefur kennt við skólann í 35 ár.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun