Erlent

Enginn á lífi eftir ferjuslysið á Filippseyjum

Veðurofsinn hefur verið mikill á Filippseyjum. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Veðurofsinn hefur verið mikill á Filippseyjum. Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Óttast er að rúmlega þúsund manns hafi farist þegar fellibylur fór yfir Filippseyjar um helgina. Ferju með hátt í níu hundruð manns um borð hvolfdi í veðurofsanum og aðeins er vitað um fjóra sem komust lífs af. Við vörum við myndunum sem fylgja þessari frétt.

Minnst hundrað fimmtíu og fimm drukknuðu í skyndiflóðum eða grófust undir aurskriðum sem urðu þegar fellibylurinn fór yfir eyjarnar.

Þrátt fyrir viðvaranir um að fellibylur væri í aðsigi fór ferja með 845 farþega og hundrað tuttugu og eins manna áhöfn úr höfn í Manilu síðdegis á föstudaginn. Áfangastaðurinn var Cebu eyja. Í upphafi var talið að 724 hefðu verið um borð í ferjunni en eigandi hennar upplýsti síðdegis að töluvert fleiri hafi verið um borð.

Talstöðvarsamband rofnaði aðfaranótt laugardags. Björgunarskip náðu að ferjunni rúmum sólahring síðar og þá fannst enginn á lífi við flakið.

Aðeins er vitað um fjóra sem komust lífs af. Ættingjar þeirra eru æfir útgerð skipsins og yfirvöldum.

Gloria Arroyo, forseti Filippseyja, var á ferð um Bandaríkin þegar fellibylurinn fór yfir. Hún hélt þegar heim og krefur strandgæsluna um skýringar á því afhverju ferjan fékk að fara úr höfn.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×