Innlent

Leit að ísbirni með þyrlu hætt

TF-LÍF flýgur heim. Leitinni að ísbirninum hætt í bili.
TF-LÍF flýgur heim. Leitinni að ísbirninum hætt í bili. Valli

Nú rétt í þessu bárust Vísi myndir af TF-LÍF þar sem hún flýgur burt frá vettvangi íbjarnarleitarinnar á Skaga.

Lögreglan fékk tilkynningu frá fólki í gærkvöld sem taldi sig hafa séð hvítabjörn við Bjarnarvötn á Skaga þegar það var á göngu. Ákveðið var að leita að birninum úr lofti og síðustu nótt voru tvær flugvélar notaðar við leitina.

Leitarmenn stíga upp í þyrluna á leiðinni heim./Valli

Í morgun kom svo TF-LÍF, þyrla Landhelgisgæslunnar, norður yfir heiðar til þess að halda áfram leitinni.

Leitin bar hins vegar engan árangur og hefur því verið hætt í bili og þyrlan á leiðinni aftur til Reykjavíkur.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×