Innlent

Á sjötta hundrað manns vísað frá MH og Verzló

Menntaskólinn við Hamrahlíð
Menntaskólinn við Hamrahlíð

Innritun í framhaldsskóla fyrir næsta haust er nú lokið en alls sóttu um 4426 nemendur úr 10 bekk og 4100 eldri nemendur. Verzlunarskóli Íslands og Menntaskólinn við Hamrahlíð voru vinsælustu skólarnir og þurftu að vísa frá á sjötta hundrað manns.

95% 10.bekkinga sóttu nú um en í fyrra var hlutfallið 92%. Eiga allir þeir nemendur greiðan aðgang í framhaldsskóla þar sem pláss fyrir nýnema er nægilegt þótt heldur sé þröngt um nemendur á höfuðborgasvæðinu. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá menntamálaráðuneytinu.

 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×