Dorrit Moussaief forsetafrú kann þá list að kaupa gjafir fyrir þá sem allt eiga. Eins fram kom í vikunni gaf hún vini sínum, milljarðamæringnum Stephen Schwarzman, stjórnarformanni Blackstone Group LP, eins stærsta fjárfestingarfélags heims, mynd af nakinni eiginkonu hans í sextugsafmælisgjöf.
Myndin er eftir ensku listakonuna Natöshu Archdale, sem sérhæfir sig í nektarmyndum af konum, sem hún býr til úr snifsum af Financial Times dagblaðinu. Í frétt viðskiptasíðu Bloomberg um Archdale segir að þegar Dorrit hitti listakonuna hafi hún samstundis pantað portrettmynd af Christine, eiginkonu milljarðamæringsins, til að færa honum að gjöf. Haft er eftir Dorrit að hún hafi ekki enn hitt þann einstakling sem fúlsar við nektarmynd af ástvinum sínum.

Myndir Archdale má skoða hér.