Mátti ekki mynda undirskrift SB skrifar 26. júní 2008 20:08 Össur Skarphéðinsson vildi ekki kastljós fjölmiðla þegar skrifað var undir viljayfirlýsingu í morgunn. MYND/AP Ljósmyndaranum Gunnari V. Andréssyni var meinað að mynda þegar skrifað var undir viljayfirlýsingu ríkisstjórnarinnar, Alcoa og Norðurþings í Iðnaðarráðuneytinu í morgunn. Gunnar er einn reyndasti fréttaljósmyndari landsins og þótti uppákoman miður skemmtileg. ,,Við fengum að mynda þegar þeir voru að koma fram eftir að skrifað var undir. Mér finnst þetta mjög merkilegt og furðuleg ákvörðun hjá Össuri sem forðast vanalega ekki kastljós fjölmiðlanna." Vísir ræddi við Einar Karl Haraldsson, aðstoðarmann Össurar Skarphéðinssonar iðnaðarráðherra, sem brást ókvæða við þegar hann var spurður út í málið. ,,Hvaða andskotans máli skiptir einhver undirskrift," sagði hann hvassyrtur - ekki hafi verið verið boðað til blaðamannafundar vegna undirskriftarinnar. ,,Einhverjir fjölmiðlar fengu veður af þessu og Fréttablaðið bað í gær um að fá að mynda undirskriftina." Spurður hvert svarið hefði verið við bón Fréttablaðsins endurtók Einar: "Við boðuðum ekki til blaðamannafundar." Nýverið gaf Blaðamannafélag Íslands út yfirlýsingu þar sem Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra var harðlega gagnrýnd fyrir að reyna að ritstýra umfjöllun í seinna ísbjarnarmálinu. Þórunn takmarkaði aðgang fjölmiðla að hræi ísbjarnarins af þeirri ástæðu að myndir gætu skaðað ímynd landsins. ,,Allir tilburðir til þess að takmarka aðgang fjölmiðla að fréttaviðburðum, til dæmis með því að hindra myndatökur, fela í sér tilraunir til ritskoðunar," sagði í ályktun Blaðamannafélags Íslands. Mest lesið Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent June 17th is Independence Day News in english Porn Conventioneers Hit Back! News in english Pornographers To Convene In Reykjavík News in english Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Ljósmyndaranum Gunnari V. Andréssyni var meinað að mynda þegar skrifað var undir viljayfirlýsingu ríkisstjórnarinnar, Alcoa og Norðurþings í Iðnaðarráðuneytinu í morgunn. Gunnar er einn reyndasti fréttaljósmyndari landsins og þótti uppákoman miður skemmtileg. ,,Við fengum að mynda þegar þeir voru að koma fram eftir að skrifað var undir. Mér finnst þetta mjög merkilegt og furðuleg ákvörðun hjá Össuri sem forðast vanalega ekki kastljós fjölmiðlanna." Vísir ræddi við Einar Karl Haraldsson, aðstoðarmann Össurar Skarphéðinssonar iðnaðarráðherra, sem brást ókvæða við þegar hann var spurður út í málið. ,,Hvaða andskotans máli skiptir einhver undirskrift," sagði hann hvassyrtur - ekki hafi verið verið boðað til blaðamannafundar vegna undirskriftarinnar. ,,Einhverjir fjölmiðlar fengu veður af þessu og Fréttablaðið bað í gær um að fá að mynda undirskriftina." Spurður hvert svarið hefði verið við bón Fréttablaðsins endurtók Einar: "Við boðuðum ekki til blaðamannafundar." Nýverið gaf Blaðamannafélag Íslands út yfirlýsingu þar sem Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra var harðlega gagnrýnd fyrir að reyna að ritstýra umfjöllun í seinna ísbjarnarmálinu. Þórunn takmarkaði aðgang fjölmiðla að hræi ísbjarnarins af þeirri ástæðu að myndir gætu skaðað ímynd landsins. ,,Allir tilburðir til þess að takmarka aðgang fjölmiðla að fréttaviðburðum, til dæmis með því að hindra myndatökur, fela í sér tilraunir til ritskoðunar," sagði í ályktun Blaðamannafélags Íslands.
Mest lesið Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent June 17th is Independence Day News in english Porn Conventioneers Hit Back! News in english Pornographers To Convene In Reykjavík News in english Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira