Erlent

Reynt að kortleggja DNA-kóða súkkulaðis

Mörgum finnst súkkulaðibitinn góður.
Mörgum finnst súkkulaðibitinn góður.

Mars-súkkulaðifyrirtækið hefur hafist handa á rannsókn til þess að bæta súkkulaðiframleiðslu sem gengur út á að kortleggja erfðarmengi kakó-plöntunnar. Með því að skilja DNA-kóða plöntunnar gæti uppskera kakós verið ríkulegri þar sem hægt væri að finna leið til að mynda mótstöðu gegn pestum og vatnsskorti sem herja á plöntuna.

Það eru afrísku bændur sem myndu græða mest á þessari rannsókn þar sem þeir framleiða nærrum því tvo þriðju kakóframleiðslu heimsins. Rannsóknin ætti að bæta bæði gæði kakóplantna og afurða þeirra eins og súkkulaðis en einnig gera bændum kleift að skapa meiri gróða á vöru sinni.

Kakóplantan er einkar viðkvæm fyrir pestum. Nýlega eyðilagðist 60% af framleiðslu Brazilíu vegna pestar þannig að mikilvægt er að finna leiðir til að koma í veg fyrir uppskerubrests.

Niðurstöður rannsóknarinnar munu verða opnar öllum og því ekki hægt að segja hvort einhver muni nota þær til þess að breyta erfðarmengi kakó-plöntunnar.

Áður hefur erfðamengi hrísgrjóna verið kortlagt sem hefur valdið byltingu í skilningi á ræktun hrísgrjóna.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×