Fjölnir berst fyrir syni sínum 27. júní 2008 10:16 Fjölnir Þorgeirsson. „Ég er að undirbúa mig fyrir landsmótið. Síðan er ég að vinna við vefinn Hestafréttir.is," svarar Fjölnir Þorgeirsson þegar Vísir spyr hann frétta. „Við verðum langöflugastir með fréttir frá mótinu sem byrjar á mánudaginn. Þá tökum við upp videoviðtöl við keppnisliðin, áhorfendur og allt sem er að gerast á svæðinu," segir Fjölnir en hann mun sjálfur keppa í 150 metra skeiði á hestinum Lukkublésa. „Við erum sálufélagar," svarar Fjölnir aðspurður um tengsl milli hans og Lukkublésa. Lætur gott af sér leiða „Ég hef átt Lukkublésa í sex ár. Hann er einn af þeim sem ég mun aldrei selja. Hann er kappreiðahestur og ég var með hann á barnadeild á Landspítalanum hjá langveikum börnum fyrir viku sem var ótrúlega gaman fyrir börnin og fjölskyldur þeirra." „Ég teymdi börnin á honum en það gerir mikið fyrir börn og fullorðna bara að fara hestbak, það liðkar á öllum liðum. Þetta er líkamsrækt út af fyrir sig." Hvernig kom það til að að þú og Lukkublési heimsóttuð langveik börn? "Ég er í nuddi hjá Hörpu Stefánsdóttur, sem starfar með börnunum og hún minntist á að gaman væri að bjóða börnunum á bak og mér fannst frábært að geta látið gott af mér leiða og við fórum með tvo hesta í bæinn í heimsókn til barnanna sem var liður í undirbúningnum fyrir landsmótið." Fjölnir undirbýr sig fyrir Landsmót hestamanna sem hefst næsta mánudag. Berst fyrir syni sínum „Nú ætla ég að klára landsmótið og fara í góða hestaferð eftir það og svo fer ég að hitta strákinn minn. Ég fæ hann til mín í sumarfrí. Væntanlega næ ég í hann út (Svíðþjóð) en ég stend í forræðisdeilu og er tilbúinn að skrifa undir sameiginlegt forræði. Það er barninu fyrir bestu," segir Fjölnir. „Það er fáránlegt að láta barnið lenda í miðjunni þegar fólk skilur. Ef móðir hans deyr þá er kærastinn hennar kominn með jafnmikinn rétt á að hafa barnið eins og ég. Það er prinsippmál hjá mér að klára þetta mál. Ég hef oft tekið að mér að ná svona málum í gegn," segir Fjölnir sem er 37 ára í dag en sonur hans verður 3 ára í nóvember. Hestafréttir.is Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Khalid kemur út úr skápnum Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Fleiri fréttir Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Sjá meira
„Ég er að undirbúa mig fyrir landsmótið. Síðan er ég að vinna við vefinn Hestafréttir.is," svarar Fjölnir Þorgeirsson þegar Vísir spyr hann frétta. „Við verðum langöflugastir með fréttir frá mótinu sem byrjar á mánudaginn. Þá tökum við upp videoviðtöl við keppnisliðin, áhorfendur og allt sem er að gerast á svæðinu," segir Fjölnir en hann mun sjálfur keppa í 150 metra skeiði á hestinum Lukkublésa. „Við erum sálufélagar," svarar Fjölnir aðspurður um tengsl milli hans og Lukkublésa. Lætur gott af sér leiða „Ég hef átt Lukkublésa í sex ár. Hann er einn af þeim sem ég mun aldrei selja. Hann er kappreiðahestur og ég var með hann á barnadeild á Landspítalanum hjá langveikum börnum fyrir viku sem var ótrúlega gaman fyrir börnin og fjölskyldur þeirra." „Ég teymdi börnin á honum en það gerir mikið fyrir börn og fullorðna bara að fara hestbak, það liðkar á öllum liðum. Þetta er líkamsrækt út af fyrir sig." Hvernig kom það til að að þú og Lukkublési heimsóttuð langveik börn? "Ég er í nuddi hjá Hörpu Stefánsdóttur, sem starfar með börnunum og hún minntist á að gaman væri að bjóða börnunum á bak og mér fannst frábært að geta látið gott af mér leiða og við fórum með tvo hesta í bæinn í heimsókn til barnanna sem var liður í undirbúningnum fyrir landsmótið." Fjölnir undirbýr sig fyrir Landsmót hestamanna sem hefst næsta mánudag. Berst fyrir syni sínum „Nú ætla ég að klára landsmótið og fara í góða hestaferð eftir það og svo fer ég að hitta strákinn minn. Ég fæ hann til mín í sumarfrí. Væntanlega næ ég í hann út (Svíðþjóð) en ég stend í forræðisdeilu og er tilbúinn að skrifa undir sameiginlegt forræði. Það er barninu fyrir bestu," segir Fjölnir. „Það er fáránlegt að láta barnið lenda í miðjunni þegar fólk skilur. Ef móðir hans deyr þá er kærastinn hennar kominn með jafnmikinn rétt á að hafa barnið eins og ég. Það er prinsippmál hjá mér að klára þetta mál. Ég hef oft tekið að mér að ná svona málum í gegn," segir Fjölnir sem er 37 ára í dag en sonur hans verður 3 ára í nóvember. Hestafréttir.is
Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Khalid kemur út úr skápnum Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Fleiri fréttir Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Sjá meira