Innlent

Mikið af rusli, einkum áldósir, eftir stórtónleikana

Svo virðist sem einhverjir af þeim rúmlega 30 þúsund manns sem sóttu stórtónleika Bjarkar og Sigur Rósar í Laugardalnum í gær hafi misskilið boðskap þeirra. Mikið af rusli einkum áldósir lá eftir í brekkunum fyrir ofan Þvottalaugarnar.

Að sögn lögreglu fóru tónleikarnir vel fram í alla staði. Greiðlega gekk að greiða úr umferð eftir að tónleikunum lauk rétt fyrir klukkan ellefu enda höfðu margir tónlistargestir þegar yfirgefið svæðið, en nokkuð kalt var orðið undir það síðasta.

Tónleikarnir báru yfirskriftina náttúra og voru haldnir til heiðurs íslenskri náttúru. Því hefði mátt ætla að gestir hefðu gengið betur um náttúru Laugardalsins en raun bar vitni eftir tónleikana. Ruslið var hreinsað í nótt.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×