Fáfnir í formlegum tengslum við alþjóðleg glæpasamtök 1. júlí 2008 15:13 Íslenski mótorhjólaklúbburinn Fafner MC-Iceland hefur stofnað til formlegra tengsla við skipulögð alþjóðleg glæpasamtök með því að gerast stuðningsklúbbur Hells Angels vélhjólasamtakanna. Svo segir í nýrri skýrslu greiningardeildar Ríkislögreglustjóra um mat á hættu á hryðjuverkum og skipulagðri glæpastarfsemi. Fjallað er sérstaklega um Fafner, eða Fáfni eins og hann nefnist á íslensku, undir fyrirsögninni vélhjólagengi. Bent á að Hells Angels haft um langt skeið haft áhuga á að ná fótfestu á Íslandi. Sá áhugi hafi reynst gagnkvæmur því leiðtogar vélhjólasamtakanna Fafner MC-Iceland hafi á síðustu árum sótt fast að fá aðild að Hells Angels. Fyrsta skref í átt til fullrar aðildar felist í því að fá viðurkenningu sem „stuðningsklúbbur" einnar deildar Hells Angels á Norðurlöndum. „Stór vélhjólagengi á borð við Hells Angels og Bandidos, sem halda uppi skipulagðri glæpastarfsemi, eru alþjóðlegt vandamál. Þau leitast stöðugt við að auka umsvif sín og stækka markaðssvæði. Gengi þessi stunda fjölbreytta og skipulagða glæpastarfsemi. Þau hafa löngum verið umsvifamikil á sviði fjárkúgana, ofbeldis og fíkniefnaviðskipta. Fyrir liggur að mörg þessara samtaka tengjast einnig vopnasmygli, skipulagningu vændis og mansali. Í nágrannalöndunum hefur ítrekað komið til blóðugra uppgjöra þessara hópa. Á árunum 1994 - 1997 týndu 11 manns lífi í átökum Hells Angels og Bandidos á Norðurlöndum og þar hefur meirihluti meðlimanna hlotið refsidóma fyrir afbrot. Nokkrir þeirra hafa verið fundnir sekir um morð," segir í skýrslu greiningardeildar. Þar er bent á að lögregla hafi ítrekað skipulagt aðgerðir vegna komu félaga í Hells Angels-samtökunum hingað til lands. Fjölmiðlum hafi verið veittar ítarlegar upplýsingar um aðgerðir þessar og markmið þeirra. „Íslenski vélhjólaklúbburinn Fafner MC-Iceland hefur nú gerst stuðningsklúbbur Hells Angels. Þar með hefur hópur manna, sem ítrekað hefur komist í kast við lögin hér á landi, stofnað til formlegra tengsla við skipulögð, alþjóðleg glæpasamtök," segir greiningardeildin. Tengdar fréttir Hætta á hryðjuverkum lítil - aukin umsvif erlendra glæpahópa Hætta á hryðjuverkum hér á landi er lítil en umsvif skipulagðra erlendra glæpahópa eru vaxandi hér á landi samkvæmt mati greiningardeildar ríkislögreglustjóra. 1. júlí 2008 13:48 Menn fluttir inn til landsins aðeins til að fremja afbrot Greiningardeild Ríkislögreglusstjóra segir að fyrir liggi að austur-evrópskir ríkisborgarar séu „fluttir inn“ hingað til lands í þeim einum tilgangi að fremja afbrot. Vísbendingar séu um að starfsemi skipulagðra erlendra glæpahópa sé mun umfangsmeiri en flestir höfðu ætlað. 1. júlí 2008 14:35 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Innlent Fleiri fréttir Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Sjá meira
Íslenski mótorhjólaklúbburinn Fafner MC-Iceland hefur stofnað til formlegra tengsla við skipulögð alþjóðleg glæpasamtök með því að gerast stuðningsklúbbur Hells Angels vélhjólasamtakanna. Svo segir í nýrri skýrslu greiningardeildar Ríkislögreglustjóra um mat á hættu á hryðjuverkum og skipulagðri glæpastarfsemi. Fjallað er sérstaklega um Fafner, eða Fáfni eins og hann nefnist á íslensku, undir fyrirsögninni vélhjólagengi. Bent á að Hells Angels haft um langt skeið haft áhuga á að ná fótfestu á Íslandi. Sá áhugi hafi reynst gagnkvæmur því leiðtogar vélhjólasamtakanna Fafner MC-Iceland hafi á síðustu árum sótt fast að fá aðild að Hells Angels. Fyrsta skref í átt til fullrar aðildar felist í því að fá viðurkenningu sem „stuðningsklúbbur" einnar deildar Hells Angels á Norðurlöndum. „Stór vélhjólagengi á borð við Hells Angels og Bandidos, sem halda uppi skipulagðri glæpastarfsemi, eru alþjóðlegt vandamál. Þau leitast stöðugt við að auka umsvif sín og stækka markaðssvæði. Gengi þessi stunda fjölbreytta og skipulagða glæpastarfsemi. Þau hafa löngum verið umsvifamikil á sviði fjárkúgana, ofbeldis og fíkniefnaviðskipta. Fyrir liggur að mörg þessara samtaka tengjast einnig vopnasmygli, skipulagningu vændis og mansali. Í nágrannalöndunum hefur ítrekað komið til blóðugra uppgjöra þessara hópa. Á árunum 1994 - 1997 týndu 11 manns lífi í átökum Hells Angels og Bandidos á Norðurlöndum og þar hefur meirihluti meðlimanna hlotið refsidóma fyrir afbrot. Nokkrir þeirra hafa verið fundnir sekir um morð," segir í skýrslu greiningardeildar. Þar er bent á að lögregla hafi ítrekað skipulagt aðgerðir vegna komu félaga í Hells Angels-samtökunum hingað til lands. Fjölmiðlum hafi verið veittar ítarlegar upplýsingar um aðgerðir þessar og markmið þeirra. „Íslenski vélhjólaklúbburinn Fafner MC-Iceland hefur nú gerst stuðningsklúbbur Hells Angels. Þar með hefur hópur manna, sem ítrekað hefur komist í kast við lögin hér á landi, stofnað til formlegra tengsla við skipulögð, alþjóðleg glæpasamtök," segir greiningardeildin.
Tengdar fréttir Hætta á hryðjuverkum lítil - aukin umsvif erlendra glæpahópa Hætta á hryðjuverkum hér á landi er lítil en umsvif skipulagðra erlendra glæpahópa eru vaxandi hér á landi samkvæmt mati greiningardeildar ríkislögreglustjóra. 1. júlí 2008 13:48 Menn fluttir inn til landsins aðeins til að fremja afbrot Greiningardeild Ríkislögreglusstjóra segir að fyrir liggi að austur-evrópskir ríkisborgarar séu „fluttir inn“ hingað til lands í þeim einum tilgangi að fremja afbrot. Vísbendingar séu um að starfsemi skipulagðra erlendra glæpahópa sé mun umfangsmeiri en flestir höfðu ætlað. 1. júlí 2008 14:35 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Innlent Fleiri fréttir Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Sjá meira
Hætta á hryðjuverkum lítil - aukin umsvif erlendra glæpahópa Hætta á hryðjuverkum hér á landi er lítil en umsvif skipulagðra erlendra glæpahópa eru vaxandi hér á landi samkvæmt mati greiningardeildar ríkislögreglustjóra. 1. júlí 2008 13:48
Menn fluttir inn til landsins aðeins til að fremja afbrot Greiningardeild Ríkislögreglusstjóra segir að fyrir liggi að austur-evrópskir ríkisborgarar séu „fluttir inn“ hingað til lands í þeim einum tilgangi að fremja afbrot. Vísbendingar séu um að starfsemi skipulagðra erlendra glæpahópa sé mun umfangsmeiri en flestir höfðu ætlað. 1. júlí 2008 14:35