Vagnstjóri segist rekinn vegna bloggfærslu 2. júlí 2008 20:30 Birna Magnúsdóttir. Birna Magnúsdóttir hefur starfað sem vagnstjóri hjá Strætó bs. í um tíu ár. Fyrir skömmu var hún strokuð útaf starfsmannalistanum og hefur enga atvinnu fyrir utan skúringar í kirkju. Birna segist hafa fengið þau svör að brottreksturinn mætti rekja til bloggfærslu og stuðning sinn við fyrrverandi trúnaðarmann félagsins. Birna hefur oftar en ekki fengið hrós frá farþegum fyrir góðann akstur. „Ég held nú að þetta hafi aðallega verið vegna kommenta sem ég setti á trúnaðarmannabloggið," segir Birna og á þar við bloggsíðu sem fyrrum trúnaðarmenn Strætó halda úti. Nokkur styr hefur staðið um Strætó undanfarið og var trúnaðarmanni félagsins sagt upp störfum vegna deilna. „Ég steig fram á fundi eins og margir aðrir og tjáði mig um þessi mál. Okkur fannst mörgum forkastanlegt að reka manninn og bera hann nánast út," segir Birna sem hefur verið lausamaður hjá Strætó síðan í haust en þar áður hafði Birna verið 100% manneskja í níu ár. Birna segist síðan hafa frétt það úti í bæ að búið væri að stroka sig út af starfsmannalistanum og trúnaðarmaður félagsins tjáði Birnu að það væri vegna umræddrar bloggfærslu. Hún hafði síðan samband við vaktstjóra sem staðfesti að svo væri. Sá sem átti að tjá henni um uppsögnina fór hins vegar í sumarfrí og vissi Birna því lítið um uppsögnina fyrr en hún heyrði af henni úti í bæ. Það finnst Birnu sárt eftir tæp tíu ár í starfi. „Ég hef fengið hrós frá farþegum sem þakka góðan akstur. Það gerist mun oftar en hitt og ég hef ekki verið talinn slæmur bílstjóri. Ég hef heldur ekki verið talin hafa lélega þjónustulund og er ekki kvartandi eins margir aðrir í vinnunni," segir Birna sem sá sig knúna til þess að tjá sig um umrætt mál, þar sem henni fannst með ólíkindum hvernig komið var fram við brottrekna trúnaðarmanninn. Birna segist ekki vera búin að ákveða hvert framhaldið verði en hún er einungis með 30% starf við skúringar í kirkjunni sinni. „Ég hef verið í miklu sjokki yfir þessu undanfarið og veit ekki alveg hvað tekur við." Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Fleiri fréttir „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Lína Langsokkur - Uppselt er á 50 sýningar Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Sjá meira
Birna Magnúsdóttir hefur starfað sem vagnstjóri hjá Strætó bs. í um tíu ár. Fyrir skömmu var hún strokuð útaf starfsmannalistanum og hefur enga atvinnu fyrir utan skúringar í kirkju. Birna segist hafa fengið þau svör að brottreksturinn mætti rekja til bloggfærslu og stuðning sinn við fyrrverandi trúnaðarmann félagsins. Birna hefur oftar en ekki fengið hrós frá farþegum fyrir góðann akstur. „Ég held nú að þetta hafi aðallega verið vegna kommenta sem ég setti á trúnaðarmannabloggið," segir Birna og á þar við bloggsíðu sem fyrrum trúnaðarmenn Strætó halda úti. Nokkur styr hefur staðið um Strætó undanfarið og var trúnaðarmanni félagsins sagt upp störfum vegna deilna. „Ég steig fram á fundi eins og margir aðrir og tjáði mig um þessi mál. Okkur fannst mörgum forkastanlegt að reka manninn og bera hann nánast út," segir Birna sem hefur verið lausamaður hjá Strætó síðan í haust en þar áður hafði Birna verið 100% manneskja í níu ár. Birna segist síðan hafa frétt það úti í bæ að búið væri að stroka sig út af starfsmannalistanum og trúnaðarmaður félagsins tjáði Birnu að það væri vegna umræddrar bloggfærslu. Hún hafði síðan samband við vaktstjóra sem staðfesti að svo væri. Sá sem átti að tjá henni um uppsögnina fór hins vegar í sumarfrí og vissi Birna því lítið um uppsögnina fyrr en hún heyrði af henni úti í bæ. Það finnst Birnu sárt eftir tæp tíu ár í starfi. „Ég hef fengið hrós frá farþegum sem þakka góðan akstur. Það gerist mun oftar en hitt og ég hef ekki verið talinn slæmur bílstjóri. Ég hef heldur ekki verið talin hafa lélega þjónustulund og er ekki kvartandi eins margir aðrir í vinnunni," segir Birna sem sá sig knúna til þess að tjá sig um umrætt mál, þar sem henni fannst með ólíkindum hvernig komið var fram við brottrekna trúnaðarmanninn. Birna segist ekki vera búin að ákveða hvert framhaldið verði en hún er einungis með 30% starf við skúringar í kirkjunni sinni. „Ég hef verið í miklu sjokki yfir þessu undanfarið og veit ekki alveg hvað tekur við."
Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Fleiri fréttir „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Lína Langsokkur - Uppselt er á 50 sýningar Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Sjá meira