Innlent

79 prósent viðmælenda í fréttum karlar

MYND/Valli

Creditinfo Ísland hefur í fyrsta sinn gert úttekt á kynjahlutfalli viðmælenda í fjölmiðlum. Niðurstöður sýna að konur koma aðeins fram í 21 prósenti þeirra frétta þar sem viðmælendur koma fram en karlmenn í 79 prósentum tilvika.

Skoðaðar voru fréttir í útvarpi og sjónvarpi (Sjónvarpið, Stöð 2, Bylgjan og Fréttastofa Útvarps) á þriggja mánaða tímabili, janúar, mars og júní 2008. Heildarfjöldi frétta í útvarpi og sjónvarpi á þessu tímabili var 7908 og var rætt við einstaklinga í 1959 þeirra. Að teknu tilliti til frétta þar sem rætt var við fleiri en einn einstakling var samanlagður fjöldi viðtala 2544.

Alls var rætt við 813 einstaklinga, 650 karlmenn og 173 konur. Heildarfjöldi viðtala við karlmenn var 1.940 en fjöldi viðtala við konur eingöngu 515 talsins.









Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×