28 ára lyfjafræðingur fékk ekki að tjalda Breki Logason skrifar 3. júlí 2008 16:09 Tjaldvagn. Myndin tengist fréttinni ekki beint. "Ef þið eruð með börn þá megið þið tjalda, ef þið eruð að fara að búa til börn þá farið þið annað," sagði umsjónarmaður tjaldsvæðisins í Laugarási í Biskupstungum þegar lyfjafræðingurinn Kristín Laufey Steinadóttir ætlaði að tjalda ásamt tveimur vinkonum sínum. „Það voru tvö pör líka með okkur á öðrum bílum, þannig að við vorum sjö. Okkur var síðan eiginlega bara vísað strax í burtu," segir Kristín í samtali við Vísi en hópurinn er á aldrinum 26-28 ára og ætlaði að eiga notalega helgi með hlaupaskóna í aftursætinu. Áður en Kristín og félagar ætluðu að tjalda í Laugarási var búið að hringja á Þingvelli og Laugavatn þar sem þau fengu skilaboð um að 30 ára aldurstakmark væri á tjaldsvæðin. Þegar þau síðan fundu umrætt tjaldstæði kom umsjónarmaður svæðisins og bað „krakkana" að fara eitthvað annað. „Skýringin var bara sú að þetta væri fyrir fjölskyldufólk með börn," segir Kristín sem varð mjög hneyksluð á framkomu mannsins. „Já maður verður pínu hneykslaður á því að vera flokkaður sem vandræðagemsi svona um leið og maður mætir," segir Kristín hneyksluð. Upplýsingar frá umsjónarmanni á tjaldstæðinu í Laugarási voru þær að svæðið væri auglýst sem fjölskyldustæði en sá sem Vísir ræddi við var ekki á vakt umrætt kvöld. „Oft vísum við fólki sem ekki er með börn af svæðinu," sagði stúlkan á símanum við Vísi. Á Þingvöllum fengust þær upplýsingar að 18 ára aldurstakmark væri á tjaldstæðinu þar sem umsjónarmenn þar vildu forðast drykkjulæti unglinga. Stúlkan þar hafði hinsvegar heyrt að það væri 35 ára aldurstakmark á Laugarvatni. „Nei það er nú ekki svoleiðis hjá mér," sagði Guðmundur Óskar umsjónarmaður á Laugarvatni sem hefur séð um svæðið undanfarin þrjú sumur. „Þetta er í raun mjög einfalt hér. Óæskileg hópamyndun fólks undir þrítugu sem ræður ekki við útrás sína undir eðlilegum kringumstæðum og gerir heimskupör er ekki það sem við viljum. Annars eru allir velkomnir." Guðmundur segir að svæðið sé fyrst og fremst ætlað fjölskyldufólki og það hafi verið svoleiðis síðan hann tók við. „Þeir segja það líka Laugvetningar að nú sé hægt að sofa hérna um helgar," segir Guðmundur en aldrei hefur þurft að kalla til lögreglu eða björgunarsveit síðan hann tók við. Aðspurður um hvort barnlausu vinafólki undir þrítugu yrði vísað frá svæðinu segir Guðmundur: „Ég myndi tala við þau fyrst og spyrja hvort þau ættu von á gestum og svona." Hann segir að í raun sé erfitt að eiga við þetta og hann kvíðir nokkuð fyrir komandi helgi. „Ég er orðinn voðalega þreyttur á því að banna greyjunum að koma, en ég bara ræð ekki við þetta." Mest lesið Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira
"Ef þið eruð með börn þá megið þið tjalda, ef þið eruð að fara að búa til börn þá farið þið annað," sagði umsjónarmaður tjaldsvæðisins í Laugarási í Biskupstungum þegar lyfjafræðingurinn Kristín Laufey Steinadóttir ætlaði að tjalda ásamt tveimur vinkonum sínum. „Það voru tvö pör líka með okkur á öðrum bílum, þannig að við vorum sjö. Okkur var síðan eiginlega bara vísað strax í burtu," segir Kristín í samtali við Vísi en hópurinn er á aldrinum 26-28 ára og ætlaði að eiga notalega helgi með hlaupaskóna í aftursætinu. Áður en Kristín og félagar ætluðu að tjalda í Laugarási var búið að hringja á Þingvelli og Laugavatn þar sem þau fengu skilaboð um að 30 ára aldurstakmark væri á tjaldsvæðin. Þegar þau síðan fundu umrætt tjaldstæði kom umsjónarmaður svæðisins og bað „krakkana" að fara eitthvað annað. „Skýringin var bara sú að þetta væri fyrir fjölskyldufólk með börn," segir Kristín sem varð mjög hneyksluð á framkomu mannsins. „Já maður verður pínu hneykslaður á því að vera flokkaður sem vandræðagemsi svona um leið og maður mætir," segir Kristín hneyksluð. Upplýsingar frá umsjónarmanni á tjaldstæðinu í Laugarási voru þær að svæðið væri auglýst sem fjölskyldustæði en sá sem Vísir ræddi við var ekki á vakt umrætt kvöld. „Oft vísum við fólki sem ekki er með börn af svæðinu," sagði stúlkan á símanum við Vísi. Á Þingvöllum fengust þær upplýsingar að 18 ára aldurstakmark væri á tjaldstæðinu þar sem umsjónarmenn þar vildu forðast drykkjulæti unglinga. Stúlkan þar hafði hinsvegar heyrt að það væri 35 ára aldurstakmark á Laugarvatni. „Nei það er nú ekki svoleiðis hjá mér," sagði Guðmundur Óskar umsjónarmaður á Laugarvatni sem hefur séð um svæðið undanfarin þrjú sumur. „Þetta er í raun mjög einfalt hér. Óæskileg hópamyndun fólks undir þrítugu sem ræður ekki við útrás sína undir eðlilegum kringumstæðum og gerir heimskupör er ekki það sem við viljum. Annars eru allir velkomnir." Guðmundur segir að svæðið sé fyrst og fremst ætlað fjölskyldufólki og það hafi verið svoleiðis síðan hann tók við. „Þeir segja það líka Laugvetningar að nú sé hægt að sofa hérna um helgar," segir Guðmundur en aldrei hefur þurft að kalla til lögreglu eða björgunarsveit síðan hann tók við. Aðspurður um hvort barnlausu vinafólki undir þrítugu yrði vísað frá svæðinu segir Guðmundur: „Ég myndi tala við þau fyrst og spyrja hvort þau ættu von á gestum og svona." Hann segir að í raun sé erfitt að eiga við þetta og hann kvíðir nokkuð fyrir komandi helgi. „Ég er orðinn voðalega þreyttur á því að banna greyjunum að koma, en ég bara ræð ekki við þetta."
Mest lesið Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira