Innlent

Kona barin í Tryggvagötu

Tryggvagata
Tryggvagata

Nóttin var tiltölulega róleg í miðborginni og greinilega margir sem hafa yfirgefið borgina um þessa miklu ferðahelgi. Alls eru bókuð rúmlega 100 verkefni sem er í meðallagi að sögn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Tvær líkamsárásir voru tilkynntar til lögreglu í nótt, í báðum tilvikum var um að ræða fólk af erlendu bergi brotið, sem var bæði gerendur og þolendur í málunum.

Á Laugavegi var maður laminn af samlöndum sínum og var hann fluttur á Slysadeild með áverka í andliti, sömuleiðis var kona barin af samlanda sínum í Tryggvagötu þannig að hún lá óvíg eftir í götunni, hún var flutt á slysadeild með sjúkrabifreið.

Sjö voru grunaðir um ölvun við akstur, einn þeirra gistir fangageymslur og bíður yfirheyrslu eftir að hafa ekið á N1 bensínstöðina á Ártúnshöfða og brotið rúðu, framendi bifreiðarinnar var kominn inn í verslunina.

Annars urðu fjórir árekstrar í gærkvöldi og nótt í höfuðborginni. Auk árekstursins á bensínstöðinni varð frekar alvarlegt bifhjólaslys á Suðurgötu þar sem ekið var í veg fyrir bifhjól við Brynjólfsgötu, ökumaður bifhjólsins slasaðist töluvert og var fluttur á slysadeild með sjúkrabifreið. Ökumaður bifreiðarinnar var einnig fluttur á slysadeild til aðhlynningar.

Bæði bifreiðin og bifhjólið voru óökufær eftir slysið og voru flutt á brott með krana.

Þegar öryggisvörður ætlaði að hafa tal af ökumanni, ók hann á brott. Hann var handtekinn skömmu síðar, grunaður um ölvun við akstur. Hann bíður yfiirheyrslu þegar af honum rennur víman.

Einn er í haldi vegna ætlaðs fíkniefnamisferlis en um er að ræða aðila sem er af erlendu bergi brotinn og þarf að kalla til túlk til að yfirheyra hann með morgninum, lagt var hald á smárræði af ætluðum fíkniefnum í fórum mannsins.









Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×