Ekki tilviljun að breytingar séu kynntar á sumrin Magnús Már Guðmundsson skrifar 8. júlí 2008 13:05 Guðríður Arnardóttir, bæjarfulltrúi og oddviti Samfylkingarinnar í Kópavogi. Guðríður Arnardóttir, oddviti Samfylkingarinnar í Kópavogi, segir að það sé ekki tilviljun að skipulagsbreytingar í Kópavogi séu kynntar á sumrin. ,,Það er auðvitað ekki nein tilviljun að flestar meiriháttar skipulagsbreytingar í Kópavogi fari í kynningu á sumrin þegar fólk er í fríi þegar viðbúið er að færri skili inn athugasemdum," segir Guðríður. Nýjar tillögur um skipulag á Kársnesi verða kynntar íbúum á fundi í kvöld. Formaður Betri byggðar á Kársnesi hefur gagnrýnt tímasetninguna og fundarboðunina. Guðríður segir að Samfylkingin í Kópavogi leggist ekki gegn því að nýju tillögurnar fari í kynningu enda ekki um lögformlegt kynningarferli að ræða. Kynningunni er ætlað að skapa umræður um málið svo hægt sé að ná fram sátt um framtíðaruppbyggingu svæðisins. ,,Við höfum nægan tíma til að móta hugmyndir um framtíð Kársness í sátt og samvinnu við íbúa." Guðríður segir nýju tillögurnar vera viðaminni en þær sem lagðar voru til fyrir ári síðan. ,,Það er búið er að taka stórskipahöfnina út en við höfum enn áhyggjur af umferðarmagninu á svæðinu." ,,Gert er ráð fyrir vegtengingu yfir í Vatnsmýri eins og tillögurnar líta út í dag og sú tenging er grundvallaratriði frá okkar bæjardyrum eigi tillögurnar að ná fram að ganga," segir Guðríður og bætir við að henni þykir hugmyndirnar að mörgu leyti spennandi. Brú kemur til með að stytta leiðina verulega yfir í Vatnsmýri sem mun auka verðgildi svæðisins að mati Guðríðar. Fréttablaðið hefur eftir Gunnari Birgissyni bæjarstjóra í Kópavogi að brú yfir í Vatnsmýri sé ,,náttúrulega bara framtíðarmúsík." Guðríður er ósammála Gunnari. ,,Þar er með er hann að segja að öll uppbygging á Kársnesi sé einnig framtíðarmúsík því þetta tvennt verður að haldast í hendur." Tengdar fréttir Blaut tuska framan í íbúa Kársness Formaður samtakanna Betri byggð á Kársnesi segir nýjar skipulagstillögur bæjaryfirvalda í Kópavogi vera blauta tusku framan í íbúa Kársness. 8. júlí 2008 10:56 Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Innlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Sjá meira
Guðríður Arnardóttir, oddviti Samfylkingarinnar í Kópavogi, segir að það sé ekki tilviljun að skipulagsbreytingar í Kópavogi séu kynntar á sumrin. ,,Það er auðvitað ekki nein tilviljun að flestar meiriháttar skipulagsbreytingar í Kópavogi fari í kynningu á sumrin þegar fólk er í fríi þegar viðbúið er að færri skili inn athugasemdum," segir Guðríður. Nýjar tillögur um skipulag á Kársnesi verða kynntar íbúum á fundi í kvöld. Formaður Betri byggðar á Kársnesi hefur gagnrýnt tímasetninguna og fundarboðunina. Guðríður segir að Samfylkingin í Kópavogi leggist ekki gegn því að nýju tillögurnar fari í kynningu enda ekki um lögformlegt kynningarferli að ræða. Kynningunni er ætlað að skapa umræður um málið svo hægt sé að ná fram sátt um framtíðaruppbyggingu svæðisins. ,,Við höfum nægan tíma til að móta hugmyndir um framtíð Kársness í sátt og samvinnu við íbúa." Guðríður segir nýju tillögurnar vera viðaminni en þær sem lagðar voru til fyrir ári síðan. ,,Það er búið er að taka stórskipahöfnina út en við höfum enn áhyggjur af umferðarmagninu á svæðinu." ,,Gert er ráð fyrir vegtengingu yfir í Vatnsmýri eins og tillögurnar líta út í dag og sú tenging er grundvallaratriði frá okkar bæjardyrum eigi tillögurnar að ná fram að ganga," segir Guðríður og bætir við að henni þykir hugmyndirnar að mörgu leyti spennandi. Brú kemur til með að stytta leiðina verulega yfir í Vatnsmýri sem mun auka verðgildi svæðisins að mati Guðríðar. Fréttablaðið hefur eftir Gunnari Birgissyni bæjarstjóra í Kópavogi að brú yfir í Vatnsmýri sé ,,náttúrulega bara framtíðarmúsík." Guðríður er ósammála Gunnari. ,,Þar er með er hann að segja að öll uppbygging á Kársnesi sé einnig framtíðarmúsík því þetta tvennt verður að haldast í hendur."
Tengdar fréttir Blaut tuska framan í íbúa Kársness Formaður samtakanna Betri byggð á Kársnesi segir nýjar skipulagstillögur bæjaryfirvalda í Kópavogi vera blauta tusku framan í íbúa Kársness. 8. júlí 2008 10:56 Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Innlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Sjá meira
Blaut tuska framan í íbúa Kársness Formaður samtakanna Betri byggð á Kársnesi segir nýjar skipulagstillögur bæjaryfirvalda í Kópavogi vera blauta tusku framan í íbúa Kársness. 8. júlí 2008 10:56