Innlent

,,Þetta mál þolir enga bið"

Nanna Hlín skrifar

Atli Gíslason, þingmaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs telur farsælast að leitað yrði sátta við Útlendingastofnun í máli Paul Ramses. Kærumeðferð hjá dómsmálaráðuneytinu gæti tekið einhverja mánuði að hans sögn. ,,Grundvallaratriðið er að þetta mál þolir enga bið, þarna er verið að stía fjölskyldu í sundur," segir Atli.

,,Það er ekki gætt að hagsmunum barnsins í málinu en það er andstætt öllum mannréttindasáttmálum sem ég þekki og meira að segja Dyflinnarsamkomulaginu sjálfu," segir Atli.

Hann telur að Útlendingastofnun hefði átt að taka málið til efnismeðferðar að sjálfsdáðum og afgreiða mál allrar fjölskyldunnar saman.

,,Við lögðum til breytingar á lögum um útlendinga á síðasta þingi sem fólust í að hælisleitendendur fengu að vera hér á landi á meðan mál þeirra væru til meðferðar hjá stjórnvöldum eða dómsvöldum. Ef þær breytingar hefðu farið í gegn hefði Ramses ekki veirð vísað úr landi. En það feldi stjórnarmeirihlutinn," segir Atli.

Að sögn Atla komu fram upplýsingar á fundi Allsherjarnefndar um að málsmeðferð hjá Útlendingastofnun hafi verið áfátt varðandi rökstuðning, upplýsingaskyldu og rannsóknaskyldu. Útlendingastofnun hefði meðal annars ekki athugað aðstæður á Ítalíu og hvort trygging væri fyrir því að Ramses yrði ekki sendur þaðan aftur til Keníu.









Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×