Innlent

Þórunn flýr undan sjónvarpsvélum

Samfylkingin er í úlfakreppu vegna klofnings í afstöðunni til stóriðjuuppbyggingar. Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra flýr ítrekað undan sjónvarpsvélum þegar reynt er að spyrja hana hversvegna hún kallaði eftir aukafundi þingflokksins um málið.

Þingmenn Samfylkingarinnar mættu til Helguvíkur til að gróðursetja tré í byrjun sumars en nokkrum mánuðum síðar tóku þeir skóflustungu að álveri á sama stað - og mokuðu yfir tréin eins og einn flokksmaður orðaði það í samtali við fréttastofu.

Í dag var Þórunn Sveinbjarnardóttur í grasagarðinum að fagna nýrri útgáfu bókar um Jökulsárlón. Kristján Már Unnarsson spurði hana út í aukafund sem hún kallaði til með þingflokknum - sem flestir telja að hafi verið út af stöðunni í álversmálum.

"Ég ræði þetta ekki," sagði Þórunn. Kristján spurði þá hvers vegna hún hefði boðað til fundarins. "Það skiptir ekki máli. Það var bara boðaður fundur og allt rætt milli himins og jarðar."

Þegar Þórunn var nánar spurð út í málið fór hún undan í flæmingi og neitaði að tjá sig. "Kristján, ég er ekki í viðtali við þig," sagði hún.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×