Innlent

Ekið á vespu - Tvær konur slasaðar

Tvær ungar konur voru fluttar á slysadeild rétt fyrir klukkan 11 í dag eftir að ekið var utan í vespu sem þær sátu. Við það féllu konurnar í jörðina á horni Miklubrautar og Stakkahlíðar.

Vegfarendur aðstoðuðu sjúkraflutningamenn við að koma konunum á börur og upp í sjúkraflutningabíl. Vísir hefur ekki upplýsingar um ástand kvennana að svo stöddu.




















Fleiri fréttir

Sjá meira


×