Innlent

Um 42% landsmanna andvígir álveri í Helguvík

Svona er gert ráð fyrir að Álverið í Helguvík líti út.
Svona er gert ráð fyrir að Álverið í Helguvík líti út.
Niðurstöður nýrrar Gallup könnunar sýna að 41,6% svarenda eru andvígir álveri í Helguvík, 36% eru hlynntir en 22,4% segjast hvorki hlynntir né andvígir. Könnunin er gerð fyrir þingflokk Vinstri - Grænna.

Í fréttatilkynningu segir að könnunin hafi verið gerð vegna þess að ráðherrar hafi látið mynda sig við skóflutöku að álverinu án þess að öll tilskilin leyfi væru fyrir hendi, án þess að niðurstaða hefði fengist um hvernig línulögn til að koma raforku til álversins verði háttað og án þess að losunarheimildum hafi verið úthlutað til álversins og fyrir því séð að aukin mengun af þessum völdum myndi rúmast innan þjóðréttarlegra skuldbindinga Íslendinga á grundvelli Kyoto-sáttmálans. Enn fremur hafi Vinstrihreyfingin - grænt framboð viljað kanna hvort innistæður væru fyrir síendurteknum fullyrðingum um að andstaða við frekari stóriðjuframkvæmdir og frekari ál- og stóriðjuvæðingu íslensks efnahagslífs færi nú dvínandi sökum óstjórnar í efnahagsmálum og meintrar kreppu.

Niðurstöðurnar sýna að afstaða svarenda af öllu landinu er mismunandi eftir því hvaða flokk það segist kjósa. Þannig eru 61,6% stuðningsmanna VG mjög andvígir en einungis 6,4% sjálfstæðismanna. Á Suðurnesjum er mun meiri stuðningur við byggingu álvers heldur en af öllu landinu. Þar eru 65,5 % svarenda hlynntir, en 21,6% andvígir. Þá eru 12,9% hvorki hlynntir né andvígir.

Úrtakið í könnuninni var 1200 manns af öllu landinu, auk 200 manna aukaúrtaks af Reykjanesi sem var handahófsvalið úr Viðhorfahópi Capacent Gallup. Svarhlutfall var 65,4%






Fleiri fréttir

Sjá meira


×