Innlent

Eldsneyti lækkaði um 5 krónur í morgun

Stóru olíufélögin, Olís, Skeljungur og N1 lækkuðu verð á eldsneyti um 5 krónur á lítrann í morgun. Á vefsíðu Olís segir að 5 króna afsláttur sé veittur af eldsneyti hjá Olís um allt land í dag og á morgun. N1 segir jafnframt að lækkunin gildi í dag og á morgun, en Skeljungur segir ekkert um það hvort lækkunin sé tímabundin.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×