Innlent

Björgólfur boðar Hafskipsuppgjör

Kristinn Hrafnsson skrifar
Ragnar Kjartansson, fyrrverandi forstjóri og stjórnarformaður Hafskipa, var jarðsunginn í morgun.
Ragnar Kjartansson, fyrrverandi forstjóri og stjórnarformaður Hafskipa, var jarðsunginn í morgun.

Útför Ragnars Kjartanssonar fyrrverandi forstjóra og stjórnarformanns Hafskipa fór fram í Bústaðarkirkju í morgun.

Í minningargrein um Ragnar í Morgunblaðinu í dag upplýsa fyrrverandi samherjar hans í Hafskipi, þeir Björgólfur Guðmundsson og Páll Bragi Kristjónsson að unnið sé að því gera Hafskipsmálið upp.

Fregnir hafa borist af því að hópur sérfræðinga á vegum Björgólfs hafi misserum saman unnið að því að velta við öllum steimum í máinu. Í minningargrein Björgólfs og Páls Braga um Ragnar segir að undanförnu hafi bakgrunnur Hafskipsmálsins og málareksturinn verið tekinn til gaumgæfilegrar skoðunar, með það að markmiði að leiða allan sannleika málsins í ljós. Af þeirra hálfu sé Hafskipsmálið ekki uppgert.

Margt vina Ragnars var viðstatt útförina í dag. Þar voru meðal annars Björgólfur Guðmundsson, Friðrik Sophusson og Sigríður Dúna Kristmundsdóttir, Björn Bjarnason, Geir Hilmar Haarde og fleiri.

Í öðrum minningargreinum um Ragnar var iðulega minnst á Hafskipsmálið og eru greinarhöfundar ómyrkir í máli. Hér eftir fara örstutt brot úr greinum þeirra Péturs Sveinbjarnarsonar, Sigurðar Hafstein, Helga Magnússonar og Styrmis Gunnarssonar.

„Hafskipsmálið er vonandi síðasta „galdrabrennan" á Íslandi,"

Pétur Sveinbjarnarson.

„...stærsta og alvarlegasta réttarfarshneyksli Íslandssögu síðari tíma."

Sigurður Hafstein.

„Hafskip var knúið í gjaldþrot."

Helgi Magnússon.

„Samfélag okkar á eftir að horfast í augu við sjálft sig vegna Hafskipsmála..."

Styrmir Gunnarsson.

 











Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×