Guðjón: Kom mér ekki á óvart Elvar Geir Magnússon skrifar 21. júlí 2008 12:17 Guðjón Þórðarson sagði í viðtali í hádegisfréttum á Stöð 2 að sú ákvörðun stjórnar ÍA að rifta samningi hans hafi ekki komið sér á óvart. „Í sjálfu sér ekki. Ég var búinn að gera mér grein fyrir því að gengi liðsins hefur verið langt frá því að vera viðunandi. Í sjálfu sér kemur mér þetta ekkert á óvart," sagði Guðjón. „Stjórnir eru kosnar til að stjórna og stundum þurfa þær að taka ákvarðanir sem þeim finnst kannski ekki auðvelt að gera," sagði Guðjón. Gísli Gíslason, formaður meistaraflokksráðs ÍA, var einnig í viðtali á Stöð 2. „Taflan sýnir það að okkur er að mistakast. Við settum okkur ákveðin markmið og það er þannig í fótboltanum að ef þú nærð ekki markmiðunum þá verðurðu að leita annarra leiða til að halda áfram," sagði Gísli. Hann sagði sökina þó ekki eingöngu vera Guðjóns. „Alls ekki. Hún er alveg eins hjá stjórninni og líka hjá leikmönnum sem eru á vellinum hverju sinni. Guðjón hefur verið að leggja sig allan fram í verkefnið en við höfum ekki náð því út úr liðinu sem við vorum að vona. Við þurfum að grípa til ákveðinna ráðstafana til að reyna að snúa genginu við." „Guðjón var á þriggja ára samningi og það voru ákvæði í honum sem verða virk núna. Við vissum það að í fótboltanum verða alltaf breytingar," sagði Gísli. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Bjarni: Eitthvað þurfti að gera „Það er ekki mitt að taka ákvörðun um þetta en ljóst er að eitthvað þurfti að gera," sagði Bjarni Guðjónsson, fyrirliði ÍA, um þjálfarabreytinguna hjá liðinu. Guðjón Þórðarson var látinn taka pokann sinn og Arnar og Bjarki Gunnlaugssynir eru að taka við liðinu. 21. júlí 2008 11:32 Guðjón Þórðarson rekinn frá ÍA ÍA hefur fengið leyfi frá FH til að ræða við Arnar og Bjarka Gunnlaugssyni um að taka við þjálfun liðsins. Guðjón Þórðarson hefur verið rekinn vegna dapurs árangurs á tímabilinu. 21. júlí 2008 10:56 Bjarki: Þetta er mikil áskorun Arnar og Bjarki Gunnlaugssynir eru að taka við þjálfun ÍA. Þeir funda með Skagamönnum í hádeginu og það er fátt sem getur komið í veg fyrir að þeir taki við liðinu að sögn Bjarka. 21. júlí 2008 11:14 Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Elías mættur til meistaranna Íslenski boltinn Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ Fótbolti KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Íslenski boltinn Fleiri fréttir Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Sjá meira
Guðjón Þórðarson sagði í viðtali í hádegisfréttum á Stöð 2 að sú ákvörðun stjórnar ÍA að rifta samningi hans hafi ekki komið sér á óvart. „Í sjálfu sér ekki. Ég var búinn að gera mér grein fyrir því að gengi liðsins hefur verið langt frá því að vera viðunandi. Í sjálfu sér kemur mér þetta ekkert á óvart," sagði Guðjón. „Stjórnir eru kosnar til að stjórna og stundum þurfa þær að taka ákvarðanir sem þeim finnst kannski ekki auðvelt að gera," sagði Guðjón. Gísli Gíslason, formaður meistaraflokksráðs ÍA, var einnig í viðtali á Stöð 2. „Taflan sýnir það að okkur er að mistakast. Við settum okkur ákveðin markmið og það er þannig í fótboltanum að ef þú nærð ekki markmiðunum þá verðurðu að leita annarra leiða til að halda áfram," sagði Gísli. Hann sagði sökina þó ekki eingöngu vera Guðjóns. „Alls ekki. Hún er alveg eins hjá stjórninni og líka hjá leikmönnum sem eru á vellinum hverju sinni. Guðjón hefur verið að leggja sig allan fram í verkefnið en við höfum ekki náð því út úr liðinu sem við vorum að vona. Við þurfum að grípa til ákveðinna ráðstafana til að reyna að snúa genginu við." „Guðjón var á þriggja ára samningi og það voru ákvæði í honum sem verða virk núna. Við vissum það að í fótboltanum verða alltaf breytingar," sagði Gísli.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Bjarni: Eitthvað þurfti að gera „Það er ekki mitt að taka ákvörðun um þetta en ljóst er að eitthvað þurfti að gera," sagði Bjarni Guðjónsson, fyrirliði ÍA, um þjálfarabreytinguna hjá liðinu. Guðjón Þórðarson var látinn taka pokann sinn og Arnar og Bjarki Gunnlaugssynir eru að taka við liðinu. 21. júlí 2008 11:32 Guðjón Þórðarson rekinn frá ÍA ÍA hefur fengið leyfi frá FH til að ræða við Arnar og Bjarka Gunnlaugssyni um að taka við þjálfun liðsins. Guðjón Þórðarson hefur verið rekinn vegna dapurs árangurs á tímabilinu. 21. júlí 2008 10:56 Bjarki: Þetta er mikil áskorun Arnar og Bjarki Gunnlaugssynir eru að taka við þjálfun ÍA. Þeir funda með Skagamönnum í hádeginu og það er fátt sem getur komið í veg fyrir að þeir taki við liðinu að sögn Bjarka. 21. júlí 2008 11:14 Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Elías mættur til meistaranna Íslenski boltinn Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ Fótbolti KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Íslenski boltinn Fleiri fréttir Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Sjá meira
Bjarni: Eitthvað þurfti að gera „Það er ekki mitt að taka ákvörðun um þetta en ljóst er að eitthvað þurfti að gera," sagði Bjarni Guðjónsson, fyrirliði ÍA, um þjálfarabreytinguna hjá liðinu. Guðjón Þórðarson var látinn taka pokann sinn og Arnar og Bjarki Gunnlaugssynir eru að taka við liðinu. 21. júlí 2008 11:32
Guðjón Þórðarson rekinn frá ÍA ÍA hefur fengið leyfi frá FH til að ræða við Arnar og Bjarka Gunnlaugssyni um að taka við þjálfun liðsins. Guðjón Þórðarson hefur verið rekinn vegna dapurs árangurs á tímabilinu. 21. júlí 2008 10:56
Bjarki: Þetta er mikil áskorun Arnar og Bjarki Gunnlaugssynir eru að taka við þjálfun ÍA. Þeir funda með Skagamönnum í hádeginu og það er fátt sem getur komið í veg fyrir að þeir taki við liðinu að sögn Bjarka. 21. júlí 2008 11:14