Lífið

Guðjón Bergmann svarar fyrir sig

Guðjón Bergmann.
Guðjón Bergmann.

„Á síðustu árum hefur umfjöllun fjölmiðla og bloggara orðið sífellt árásargjarnari og fólk þarf orðið lítið að gera til að fá yfir sig holfskeflu á óhroða sem hefur lítið með tjáningarfrelsi að gera. Það má til sanns vegar fær með því að vísa í þá fjölmörgu dóma síðustu ára sem hafa fallið um persónuárásir og ósannandi sem hafa birst á prenti og bloggi."

Þetta segir Guðjón Bergmann í aðsendri grein í Morgunblaðinu. Tilefni skrifa Guðjóns eru óvægin viðbrögð bloggara og pistlahöfunda í fjölmiðlum við frétt sem birtist á Visi undir yfirskriftinni „Guðjón eyðir óvissunni". Fréttin birtist eftir að Guðjón sendi frá sér fréttatilkynningu um að hann væri hættur við að hverfa brott af landi, eins og hann hafði fyrirhugað.

Guðjón segir að það hafi komið sér á óvart hve óvægin viðbrögð bloggara og pistlahöfunda í fjölmiðlum hafi verið. Um sína persónu hafi verið farið mjög „sterkum" orðum sem segi líklega meira um höfunda þess efnis en um nokkuð annað. Á síðustu árum hafi umföllun fjölmiðla og bloggara orðið sífellt árásargjarnari og fólk þurfi orðið lítið að gera til að fá yfir sig holskeflu á óhroða sem hafi lítið með „tjáningarfrelsi" að gera. Það megi til sanns vegar færa með því að vísa í þá fjölmörgu dóma síðustu ára sem hafi fallið um persónuárásir og ósannindi sem hafi birst á prenti og bloggi.








Tengdar fréttir

Guðjón Bergmann eyðir óvissunni

Vísi hefur borist eftirfarandi yfirlýsing frá Guðjóni Bergmann, þar sem hann tíundar ástæður þess að hann er hættur við að flytja af landi brott:






Fleiri fréttir

Sjá meira


×