Lífið

Svandís vill ekki vera í sambandi í sumarleyfinu

Svandís Svavarsdóttir
Svandís Svavarsdóttir

Þessa dagana er mikið um sumarleyfi hjá vinnandi fólki landsins og eru stjórnmálamenn engin undantekning frá því. Borgarstjórn hefur tekið sér frí frá fundarhaldi í júlí og ágúst og borgarráð hefur nú einnig tekið sér frí í tvær vikur. Vísir sló á þráðinn til Svandísar Svavarsdóttur og spurði hana hvernig hún hefði eytt sínum sumarleyfisdögum.

„Ég er búin að fara út á land, var í Flatey en þar er dásamlegt að vera. Það er aðeins einn galli á að vera þar, síðasta sumar þegar Brúðguminn var tekinn upp þar var sett á gsm-samband. Ég held það gæti verið viðskiptahugmynd fyrir einhvern í ferðaþjónustu að bjóða upp á svæði án gsm-sambands fyrir stjórnmálamenn," segir Svandís í léttu gríni.

Hún segist einnig hafa farið á Vestfirði, á Patreksfjörð og Tálknafjörð og víðar. „ Við fórum og skoðuðum Hvestu þar sem verið er að tala um að setja olíuhreinsunaarstöð, það er fallegt svæði sem ekkert vit er í að fórna," segir Svandís sem ætlar svo til Ítalíu með fjölskyldunni í ágúst.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.