Innlent

Maðurinn fannst látinn í Esjunni

Breki Logason skrifar

Pólverjinn sem leitað hefur verið að síðan um hádegisbil í gær, fannst látinn í Gunnlaugsskarði í Esjunni fyrir stundu. Um þrjátíu manns hafa leitað hans í morgun með þyrlu og leitarhundum.

Rétt fyrir hádegi í gær barst lögreglunni tilkynning um nakinn mann á göngu í Esjunni. Tvær konur sem voru á leið niður fjallið mættu manninum og tilkynntu lögreglu.

Fljótlega hófst leit að manninum með hjálp björgunarsveita. Föt og veski hans fundust í um 200 metra hæð um miðjan dag í gær, en konurnar mættu honum í um 500 metra hæð.

Mikil leit var sett í gang og voru um 120 manns í fjallinu þegar mest var. Slóð eftir manninn var í fjallinu en hann var 26 ára gamall pólverji sem bjó hér á landi.

Hann mætti til vinnu í gærmorgun en lét sig hverfa um hálf tíu leytið. Hann var ekki talinn vera í annarlegu ástandi.

Leit að manninum stóð yfir fram á nótt og voru björgunarsveitarmenn farnir af stað eldsnemma í morgun.




Tengdar fréttir

Liðsauki kallaður út til að leita mannsins í Esjunni

Maðurinn sem leitað hefur verið að á Esjunni í dag er enn ófundinn. Um 70-80 björgunarsveitar og lögreglumenn hafa leitað mannsins í dag. Kallaður hefur verið út liðsauki frá Suðurnesjum og Vesturlandi og er áætlað að um leitarmenn verði um 120 eftir einn til tvo tíma.

Búið að finna föt nakta mannsins á Esjunni

Björgunarsveitir og lögregla hafa ekki enn fundið manninn sem tilkynnt var um að væri nakinn á gangi í Esjunni um hádegi í dag. Hinsvegar er búið að finna föt mannsins en talið er að hann sé útlendingur.

Leitað að nöktum manni á Esjunni

Tilkynning barst lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu fyrir stundu um nakinn mann sem var í fjallgöngu upp Esjuna. Búið er að ræsa út björgunarsveitir sem eru á leiðinni á staðinn. Lítið er vitað annað en að maðurinn sé nakinn.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×