Innlent

Gisli Marteinn las um brotthvarf Ólafar Guðnýjar í fjölmiðlum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Gísli Marteinn Baldursson borgarfulltrúi.
Gísli Marteinn Baldursson borgarfulltrúi.

Gísli Marteinn Baldursson, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í skipulagsráði Reykjavíkurborgar, las það fyrst í fjölmiðlum í morgun að til stæði að skipa nýjan fulltrúa í skipulagsráð í stað Ólafar Guðnýjar Valdimarsdóttur. „Ég vil ræða fyrst við Ólaf og aðra í meirihlutanum áður en ég fer að tjá mig um málið á opinberum vettvangi," sagði Gísli Marteinn þegar Vísir hafði samband við hann í morgun.

Greint var frá því í morgun að Ólafur F. Magnússon borgarstjóri hafi haft samband við Ólöfu Guðnýju, fulltrúa F lista í skipulagsráði, í gær og hann hafi tilkynnt henni að nýr fulltrúi yrði skipaður í skipulagsráð í hennar á næsta fundi borgarráðs. Ólöf Guðný segir ástæðuna vera þá að henni hafi ekki fundist tímabært að taka afstöðu með eða á móti verðlaunatillögu um byggingu Listaháskóla þegar fjölmiðlar leituðu eftir því. Ólafur hefur lýst sig andsnúinn tillögunni.








Tengdar fréttir

Ólöf Guðný rekin úr skipulagsráði

Ólöf Guðný Valdimarsdóttir mun að öllum líkindum víkja úr skipulagsráði Reykjavíkurborgar. Hún sagði við Vísi í morgun að Ólafur F. Magnússon borgarstjóri hafi haft samband við hana í gær og hann hafi tilkynnt henni að hann myndi tilnefna nýjan fulltrúa hennar á næsta fundi borgarráðs. Borgarráð muni svo kjósa um málið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×