Innlent

Ólöf Guðný rekin úr skipulagsráði

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Ólöf Guðný Valdimarsdóttir.
Ólöf Guðný Valdimarsdóttir.

Ólöf Guðný Valdimarsdóttir mun að öllum líkindum víkja úr skipulagsráði Reykjavíkurborgar. Hún sagði við Vísi í morgun að Ólafur F. Magnússon borgarstjóri hafi haft samband við hana í gær og hann hafi tilkynnt henni að hann myndi tilnefna nýjan fulltrúa hennar á næsta fundi borgarráðs. Borgarráð muni svo kjósa um málið.

Ólöf Guðný segir ástæðuna vera þá að henni hafi ekki fundist tímabært að taka afstöðu með eða á móti verðlaunatillögu um byggingu Listaháskóla, en borgarstjóri er á móti tillögunni í óbreyttri mynd. Ólöf Guðný sagðist vera sátt við að fara miðað við það hvernig aðstæður væri, en henni fyndist málið bera að með mjög undarlegum hætti.

24 stundir greindi frá því í morgun að Magnús Skúlason, arkítekt og fyrrverandi forstöðumaður Húsafriðunarnefndar, tæki sæti í skipulagsráði í stað Ólafar Guðnýjar.

Ólöf Guðný var aðstoðarmaður Ólafs borgarstjóra til skamms tíma en hætti vegna ósamkomulags um áherslur á viðfangsefni.











Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×