Innlent

Árni: Flott hjá Þórunni

Árni Finnsson er formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands.
Árni Finnsson er formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands.

Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, fagnar ákvörðun Þórunnar Sveinbjarnardóttur, umhverfisráðherra, um að fyrirhuguð framkvæmd við álver á Bakka fari í umhverfismat. ,,Þetta er flott hjá henni."

Umhverfisráðherra hefur ákveðið að heildstætt mat skuli fara fram á umhverfisáhrifum vegna fyrirhugaðs álvers á Bakka við Húsavík. Skipulagsstofnun hafði ákveðið að slíkt sameiginlegt mat skyldi ekki fara fram.

Þórunn styrkir umhverfisvernd með þessari ákvörun, að mati Árna. ,,Þessi ákvörun gefur fordæmi fyrir því hvernig á að gera þetta. Megininntakið í tilskipun Evrópusambandsins er að allar upplýsingar eiga að vera uppi á borði áður en ákvörðun er tekin. Þarna er Þórunn að reyna að tryggja að svo sé og það skiptir miklu máli," segir Árni.










Tengdar fréttir

Alcoa skoðar stærra álver á Bakka

Alcoa skoðar hvort hægt sé að byggja stærra álver á Bakka við Húsavík en áður var fyrirhugað eða allt upp í þrjú hundruð fjörtíu og sex þúsund tonn.

Enn stærra álver á Bakka hugnast Ingibjörgu ekki

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, segir að hugmyndir Alcoa um enn stærra álver á Bakka sem kynntar voru fyrir helgi hugnist sér ekki. ,,Þetta slær mig ekki vel."

Skiptar skoðanir á þingflokksfundi Samfylkingarinnar

Skiptar skoðanir voru á þingflokksfundi Samfylkingarinnar sem haldinn var í gær að beiðni Þórunnar Sveinbjarnardóttur, umhverfisráðherra. Þórunn fór fram á að þingflokkurinn hittist og fundaði um yfirlýsingar ráðherra flokksins varðandi fyrirhuguð álver.

Þórunn: Álver á Bakka í umhverfismat

Umhverfisráðherra hefur ákveðið að heildstætt mat skuli fara fram á umhverfisáhrifum vegna fyrirhugaðs álvers á Bakka við Húsavík. Skipulagsstofnun hafði ákveðið að slíkt sameiginlegt mat skyldi ekki fara fram.

Ný virkjun á stærð við Kárahnjúkavirkjun

Náttuverndarsamtök Íslands segja að Aloca fari fram á nýja virkun á stærð við Kárahnjúkavirkjun. Samtökin krefjast þess að stjórnvöld setji fram skýra náttúruverndarstefnu fyrir Alcoa og önnur stóriðjufyrirtæki til að vinna eftir.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×