Innlent

Óskar þess að SUS hætti að vernda þessa tegund af „lítilmagna“

Steinþór Helgi Arnsteinsson skrifar
Ögmundur Jónasson.
Ögmundur Jónasson.

Ögmundur Jónasson, alþingismaður og formaður BSRB, segir að lykillinn að því að koma í veg fyrir ofurlaun bankamanna og annarra sé upplýsingaflæði. Þess vegna furðar hann sig á því að það sé eitt helsta hugsjónaverkefni SUS, Sambands ungra sjálfstæðismanna, að banna aðgang að skattskrám.

„Ég á mér þá ósk heitast að ungir frjálshyggjumenn finni sér eitthvert annað og verðugra verkefni en að vernda þessa tegund af „lítilmagna"," segir Ögmundur.

Tekjurnar bera vott um siðleysi og græðgi

Eins og öðrum blöskrar Ögmundi ofurlaun tekjuhæstu bankamanna landsins.

„Mér finnst þetta fullkomlega siðlaust og ber vott um það hömluleysi og þá græðgi sem hefur verið ríkjandi í fjármálaheiminum þar sem menn hafa verið í aðstöðu til að skammta sjálfum sér og gert það með þessum hætti. Þetta eru ekki fjármunir sem eru gripnir úr háloftunum, það eru að sjálfsögðu einhverjir sem greiða fyrir þetta og það er almenningur."




Tengdar fréttir

Hreiðar Már þénaði 62 milljónir á mánuði í fyrra

Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaupþings, þénaði rétt tæpar 62 milljónir króna á mánuði í fyrra samkvæmt tekjublaði Frjálsrar verslunar sem kom út í morgun. Hreiðar Már ber höfuð og herðar yfir aðra Íslendinga.

Forseti ASÍ: Á ekki líknarorð yfir kjörin

Grétar Þorsteinsson, forseti ASÍ, segir að kjör tekjuhæstu bankamanna séu komin úr öllum takt við íslenskt samfélag en ellefu tekjuhæstu bankamennirnir voru samtals með hátt í fjóra milljarða í tekjur á síðasta ári.

Tekjur ellefu hæstu bankamanna um 4 milljarðar á síðasta ári

Bankamenn báru ekki skarðan hlut frá borði tekjulega séð á síðasta ári ef marka má álingarskrá skattsins sem lögð var fram í gær. Alls voru ellefu tekjuhæstu bankamenn landsins með rétt tæpa fjóra milljarða samtals á síðasta ári og höfðu allir yfir 20 milljónir í mánuði í tekjur.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×