Innlent

Þrjú bílslys í Reykjavík í dag

Frá Hafnarfjarðarvegi fyrr í dag. MYND/SG
Frá Hafnarfjarðarvegi fyrr í dag. MYND/SG

Þrjú tölvuert alvarleg bílslys urðu í Reykjavík í dag.

Fimm voru fluttir á slysadeild, þar af einn talsvert slasaður, eftir fjögurra bíla árekstur á Hafnarfjarðarvegi rétt fyrir klukkan hálf fjögur í dag.

Ekið var á mann á Dalvegi í Kópavogi laust eftir klukkan tvö í dag og fóru sjúkraflutningamenn með manninn töluvert slasaðan til aðhlynningar á sjúkrahúsi.

Hörð aftan á keyrsla varð á mótum Háaleitsbrautar og Miklubrautar klukkun rúmlega fjögur og þurfti í kjölfarið að flytja fólk á slysadeild.

Ekki hafa fengist upplýsingar um líðan fólksins.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×