Erlent

Útför Thatchers skipulögð

Margaret Thatcher fær opinbera útför.
Margaret Thatcher fær opinbera útför.

Bresk yfirvöld eru byrjuð að undirbúa útför Margaretar Thatcher, þrátt fyrir að hún sé enn lifandi og við ágæta heilsu. Thatcher verður fyrsti forsætisráðherra Breta sem fær konunglega útför frá því að Winston Churchill lést. Við slíkar athafnir er venja að hermenn standi heiðursvörð, en óttast er að skortur á hermönnum geti sett útför Thatchers úr skorðum því að fjölmenn lið Breta eru við störf í Afganistan og Írak.

Elísabet drottning og Gordon Brown forsætisráðherra hafa bæði verið í viðræðum við Thatcher vegna málsins. Ástæður þess að undirbúningur er hafin fyrir útförina er ekki sá að búist sé við að heilsu Thatcher fari hrakandi. Þetta er fremur lýsandi fyrir þann langa undirbúningstíma sem athafnir á vegum drottningar krefjast.

Mail on Sunday greindi frá.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×