Innlent

Minniháttar líkamsárásarmál í Eyjum

Fjórir gistu fangageymslur lögreglunnar í Vestmannaeyjum í nótt vegna minniháttar líkamsárása. Hátt í þrettán þúsund manns skemmtu sér í Herjólfsdal í nótt og að sögn Lögreglunnar í Vestmannaeyjum var nokkur erill en engin alvarleg mál hafa komið upp hingað til.

Nokkur fíkniefnamál hafa komið til kasta lögreglunnar en í öllum tilfellum var um neysluskammta að ræða. Veður var ágætt í dalnum í gærkvöldi og í nótt, þoka og lítilsháttar rigningarúði.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×